Breiðavíkursamtökin taka þráðinn upp á ný
20.11.2008 | 13:59
Núna þegar peningarnir beinlínis streyma inn í landið og þjóðin að verða rík á ný er tími til kominn að Breiðavíkursamtökin leggi af hófstillta tillitsemi sína (vegna Hrunsins) og taki upp þráðinn á ný í baráttu sinni fyrir mannsæmandi bótum og í aðhaldi sínu að stjórnvöldum í vistunarmálum hins opinbera.
Bloggsíða BRV vill nefna það hér og biðja menn um að láta boðskapinn dreifast, að ætlunin er að halda félagsfund um miðja næstu viku, en nánari tímasetning verður tilkynnt sem fyrst. BRV vill hvetja félagsmenn og áhugasama einstaklinga um félagsaðild að fjölmenna á fundinn, en því miður hefur mæting ekki verið upp á marga fiska undanfarið.
Fylgist með - takið þátt í umræðunni.
Lána Íslandi 350 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Á bara að fara að halda fund?
Það hafa nokkrir félagar haft samband við mig undanfarið til að forvitnast og til að koma því á framfæri að gott væri að hittast við og við. Og í framhaldinu er búið að ákveða að hittast næsta miðvikudag 26.nóv.. Þannig að gott væri ef þið gætuð haft það til hliðsjónar þegar þið ákveðið dags.næsta fundar.
Víglundur Þór Víglundsson, 20.11.2008 kl. 15:40
"Mæting ekki verið upp á marga fiska undanfarið" Væri gott að fá upplýsingar um þá fundi sem haldnir hafa verið undanfarið?Man bara eftir einum fyrir 3 mánuðum síðan!
Einnig um Svíþjóðarferð stjórnarmeðlima?
Frumvarp um skaðabætur til Breiðavíkurdrengja?
Markmið nýju stjórnarinnar?
Hvers vegna samtökin standi ekki meira á bak við meðlimi sína í slíku ölduróti sem riðið hefur þjóðinni. Hvort það sé ekki ærin ástæða að funda og styðja meðlimi í slíku ástandi?
Samtökin eru og voru stofnuð til að standa vörð um hagsmuni og velferð félagsmeðlima ásamt forvarnastarfi.
Og það er ekki gert með algerri þögn og skorti á öllum upplýsingum til meðlima varðandi mál þeirra og velferð.
Líðan margra félagsmanna var bágborið fyrir og ekki hefur kreppann bætt úr því, þess vegna hlítur það að vera lágmarks krafa á stórnarmeðlimi að þeir fundi oftar með meðlimum,því mesti stuðningurinn er í því að hitta aðra og deila áhyggjum saman!
Með von um betri samskipi í framtíðinni.
Konráð
Konráð Ragnarsson, 20.11.2008 kl. 21:26
Þakka ykkur fyrir hlýjar og uppbyggjandi kveðjur, Víglundur og Konráð.Þær stuðla örugglega að betri samskiptum í framtíðinni.
Já, stjórnin hefur boðað til almenns félagsfundar, eins og lesa má um í nýrri færslu og hér að neðan og sem þið fáið í pósti.
Ég fagna því, Víglundur, að þið séuð einhverjir félaganna að hittast og ræða málin framhjá okkur að því er virðist lélegum og daunillum stjórnarmönnunum. Okkur, sem höfum ekki haldið félagsfund að undanförnu og borið við máttlausri afsökun um að hrun íslensks fjármálalífs hafi einhver áhrif á baráttu samtakanna. Ég fagna því að þið ætlið að koma saman á miðvikudag og reikna með ykkur galvöskum á félagsfundinn sem boðaður er á fimmtudag. Ég reikna með mörgum róttækum og uppbyggilegum tillögum og spurningum ykkar þar. Meðal annars ofangreindum spurningum Konráðs sem allar eiga rétt á sér (kannski þó rétt að taka fram að Svíþjóðarferðin var ekki vegna samtakanna, heldur vegna kvikmyndarinnar Syndir feðranna).
kv.
fþg
FÉLAGSFUNDUR HJÁ BREIÐAVÍKURSAMTÖKUNUM
Breiðavíkursamtökin halda almennan félagsfund í félagsmiðstöðinni við Aflagranda næstkomandi fimmtudag 27. nóvember 2008 kl. 20:30.
Dagskrá:
1. Staðan í baráttu-, hagsmuna- og bótamálum samtakanna og starfið framundan.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
SVB, 21.11.2008 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.