Myndið svigrúm til að gera betur við "smælingjana"

Það er ágætt að ríkisstjórnin ætli að "mælast til þess" að laun æðstu ráða- og embættismanna verði lækkuð, að líkindum um 5-15%. Breiðavíkursamtökin leggja til að laun þessara manna verði skert um aukalegar prósentur til að mynda rými fyrir mannsæmandi bótum til handa Breiðavíkurdrengjum og öðrum fórnarlömbum ömurlegra vistunarúrræða hins opinbera.

Breiðavíkursamtökin hafa "haldið sig á mottunni" að undanförnu. Upp gaus mikil reiði þegar forsætisráðuneytið kynnti nánasarlegar hugmyndir sínar um "bætur" og voru viðræður að fara í gang um vonandi góðar lagfæringar á þeim hugmyndum, þegar Hrunið Mikla dundi yfir. Samtökin vildu í kjölfarið veita stjórnvöldum svigrúm til að takast á við efnahagsvandann - sýna þeim smá tillitsemi. Nú er hins vegar að birta yfir, búið að tryggja lán og koma hlutunum í sæmilegt stand, þannig að eðlilegt líf geti tekið við að nýju. Einnig hefur að undanförnu farið vaxandi óþolinmæði meðal félaga í samtökunum og því ekki seinna að vænna að láta af tillitseminni við stjórnvöld og blása til sóknar á ný. Samtökin boða því til félagsfundar:

FÉLAGSFUNDUR HJÁ BREIÐAVÍKURSAMTÖKUNUM

Breiðavíkursamtökin halda almennan félagsfund í félagsmiðstöðinni við Aflagranda næstkomandi fimmtudag 27. nóvember 2008 kl. 20:30.

Dagskrá:

1. Staðan í baráttu-, hagsmuna- og bótamálum samtakanna og starfið framundan.

2. Önnur mál.

Stjórnin.


mbl.is Óska eftir launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband