Fćrsluflokkur: Dćgurmál

Komin međ "kompu" - hittumst 31. mars

Nćsti félagsfundur Breiđavíkursamtakanna verđur ađ vanda síđasta ţriđjudag mánađarins, sem ađ ţessu sinni er síđasti dagur mánađarins, 31. mars.

Nú ber svo viđ ađ viđ fögnum saman opnun nýrrar (lítillar og sćtrar) skrifstofu á fjórđu hćđ í húsnćđi Reykjavíkurakademíunnar ađ Hringbraut 121. Fundurinn verđur ţó haldinn í fundarsalnum á hćđinni fyrir neđan, en viđ skođum auđvitađ "kompuna" saman.

Í tilefni dagsins leitumst viđ ađ hafa ţennan félagsfund í léttari kantinum, nema ný og ţyngri tíđindi neyđi okkur til annars. Međ fyrirvara um breytingar nefni ég hér fundartímann kl. 20:00 til 22:30, en viđ viljum ađ fólk sé helst fariđ áđur en ţjófavarnarkerfiđ er sett á kl. 23:00. 

Sjáumst ţá eftir 11 daga frá deginum í dag ađ telja!


Breiđavíkursamtökin huga ađ efldu starfi

Ţađ er óhćtt ađ segja ađ hugur hafi veriđ í fólki á vel sóttum félagsfundi BRV sl. fimmtudagskvöld, ţegar félagsmenn komu saman til ađ rćđa hagsmunamál sín. Ađ stjórnarmönnum slepptum tóku um tuttugu fundarmenn til máls og ţótt áherslur hafi á köflum veriđ misjafnar ţá er óhćtt ađ segja ađ fundurinn hafi bođađ aukna samstöđu og eflda sókn. Hér ađ neđan er fundargerđ félagsfundarins (skrásett af FŢG).

Fundargerđ félagsfundar BRV 27. nóvember 2008.

Dagskrá:

1. Hagsmunamál félagsins; stađa og starfsemin framundan. 2. Önnur mál. Fundarstjóri og -ritari: FŢG.

Bárđur Ragnar Jónsson formađur BRV gerđi grein fyrir stöđu mála. Fram kom ađ hrun fjármálakerfis landsins hefđi haft mikil áhrif á ţađ starf sem komiđ var í gang gagnvart stjórnvöldum í bótamálum og hefđi stjórn BRV međvitađ ákveđiđ ađ hlé yrđu á ţeim viđrćđum međan stjórnvöld fengju andrými til ađ kljást viđ hinn mikla vanda. Augljóslega vćri hćtta á ţví ađ samtökin glötuđu samúđ og skilningi međal ţjóđarinnar ef hart vćri gengiđ eftir bótum akkúrat á međan á mestu krísuađgerđunum stćđi. Fjarri sé ţó ađ um nokkra eftirgjöf sé ađ rćđa. Í samráđi viđ Ragnar Ađalsteinsson lögmann hefđi og veriđ ákveđiđ ađ senda forsćtisráđuneytinu bréf eftir helgina til ađ inna eftir fréttum og óska eftir áframhaldandi fundarhöldum. Formađurinn taldi ađ á nćstu vikum hlyti meginţunginn á starfsemi samtakanna ađ liggja í bótamálinu, en áhersla á önnur baráttumál myndi aukast í kjölfariđ.

Formađurinn kom inn á ţau vandrćđi sem veriđ hefđu uppi vegna heimasíđu samtakanna; ađ ţótt miklir peningar hefđu fariđ í hana vćri hún mjög illa notendavćn og enn unniđ í málinu. Ţá nefndi formađurinn ađ nú styttist í ađ samtökin fengju skrifstofuherbergi til leigu í JL-húsinu hjá ReykjavíkurAkademíunni gegn sanngjarnri leigu og standa vonir til ţess ađ slík ađstađa marki tímamót fyrir eflda starfsemi.

Ţór Saari, gjaldkeri BRV greindi stuttlega frá fjármálum samtakanna og er ljóst ađ ţau eru ekki til vandrćđa ţótt fjárráđ séu ekki mikil.

Mćlendaskrá var síđan opnuđ og tóku fjölmargir til máls:Tómas, Gunnar Júl., Gunnar Snorra, Konráđ Ragnars, Óli Svend, Gísli Már, Maron, Sigurđur, Ester, Hannes, Jón Guđmunds, Sigurgeir Friđriks, Víglundur, Eymar Einars, Jóhannes Bjarna auk stjórnarmanna. Stjórnin fékk eđlilega ákúrur fyrir fremur dapurt félagsstarf ađ undanförnu og margar spurningar voru bornar fram um bótamáliđ og skort á fundarhöldum og upplýsingagjöf. Stjórnin fékk ţó einnig hrós. Ritari stjórnar gat ţess ađ félagaskrá samtakanna vćri mjög ófullkomin og lítt gengi ađ fjölga félögum - ekki mćtti gleyma ţví ađ ekki vćri hćgt ađ skrá öll fyrrum vistbörn í félagiđ; fólk yrđi ađ óska eftir inngöngu. Ţess má geta ađ eftir fundinn teljast félagsmenn "ađeins" vera 48, en vistbörn á hinum umdeildum vistheimilum auđvitađ margfalt fleiri. hvatti FŢG mćtta til ađ fá öll "vistbörn" sem ţau ţekktu til inn í samtökin. 

Á fundinum var samţykkt tillaga um ađ efla starfsemi félagsins hvađ "léttari" samkomur varđar, ţ.e. ađ huga einnig vel ađ félagslífi á borđ viđ spilakvöld og slíkt. Var samţykkt tillaga um kosningu í ţriggja manna "skemmtinefnd" í ţví skyni. Hins vegar var felld tillaga ţess efnis ađ beina ţví til forsćtisráđuneytisins ađ greiđslur til fyrrum vistbarna eigi ađ hefjast ţegar í stađ og nema 250 ţúsund krónum á mánuđi ţar til málin yrđu gerđ upp, en helsta mótbáran gegn ţessu var ađ slík tillaga eđa krafa myndi flćkja alla samningsgerđ. Ţá kom og til tals ađ fyrrum vistbörn, sem ekki voru í Breiđavík, séu enn ekki farin ađ líta á samtökin sem sín, líkast til vegna nafnsins og ţeirrar áherslu sem lögđ hefđi veriđ á Breiđavíkurheimiliđ í umrćđunni. Ţessu yrđi ađ breyta, en rifja má upp ađ fyrir síđasta ađalfund var nafnabreyting rćdd en henni ekki hrint í framkvćmd.

Fjölmargt annađ kom fram sem ţarfnađist ekki sérstakrar bókunar og fleira ekki gert. FŢG.


Rífandi stemning á félagsfundi BRV

Ţađ var vel mćtt á fjörugan félagsfund hjá Breiđavíkursamtökunum í gćrkvöldi, ţar sem stađa og horfur í málefnum samtakanna voru rćdd í ţaula. Nánari frásögn upp úr fundargerđ kemur síđar og vonandi um helgina, en óhćtt er ađ segja ađ andi fundarins hafi lotiđ ađ efldu félagsstarfi og nýrri sókn í hagsmunamálum, ekki síst bótamálunum, sem undanfariđ hafa setiđ á hakanum vegna hrunsins á fjármálakerfi landsins.

Á fundinum var samţykkt tillaga ţess efnis ađ kjósa ţriggja manna "skemmtinefnd" og efla ţannig innbyrđis samstöđu og um leiđ fjalla um fleira en ţađ sem grafalvarlegt er. Bótamálin hafa veriđ nokkuđ fyrirferđarmikil undanfariđ, en langur vegur frá ađ ţađ sé eina og jafnvel ekki ađalmáliđ hjá félagsmönnum. Áríđandi sé ađ huga vel ađ ţeim málum en jafn mikilvćgt ađ félagsmenn komi saman á léttari nótunum til ađ hífa upp andann og styrkja hver annan. 

Nánar um fundinn sem fyrst!


Mistök gerast međ ýmsum hćtti og misalvarlegum afleiđingum

Nú virđast ţingmenn allra stjórnmálaflokka sammála um ađ ţeir hafi gert mistök viđ samningu og samţykkt eftirlaunalaganna svo kölluđu. Öllum verđa á mistök og sem betur fer ekki alltaf sem mistök hafa alvarlegar afleiđingar í för međ sér.

Eitt er ađ gera mistök sem fyrst og fremst fóđra vasa ráđamanna og ţau mistök eru einna verst fyrir skattgreiđendur, sem gjarnan vildu sjá ţennan pening renna til verđugri málefna.

Í gegnum árin hafa ráđamenn og barnaverndaryfirvöld ţví miđur gert mörg mjög alvarleg mistök og vonandi oftast sökum vanţekkingar frekar en út af hugsunarleysi og heimsku, ef ekki illvilja. Uppsetning vistheimilisins Breiđavíkur á sjötta áratug síđustu aldar er dćmi um grafalvarleg mistök. Ákvörđun var tekin út frá óskhyggju og kjördćmapoti, en undirbúningurinn og útfćrslan var mjög áfátt. Svo virđist einnig eiga viđ um fleiri vistunarúrrćđi barnaverndaryfirvalda fyrr á árum og enn í dag kann pottur víđa ađ vera brotinn.

Breiđavíkursamtökin vilja ađ öll verk barnaverndaryfirvalda í gegnum árin verđi krufin til mergjar og af ţeim lćrt. Ţađ er óásćttanlegt međ öllu ađ börn og unglingar verđi beint eđa óbeint ađ fórnarlömbum barnaverndaryfirvalda eđa starfsmanna á ţeirra vegum. Tökum ţessu alvarlega. 


mbl.is Mistök gerđ viđ setningu eftirlaunalaga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband