Ašventukvöld Samtaka vistheimilabarna

Nęsti fundur SVB. veršur į léttu nótunum. Fjölbreytt skemmtiatriši verša og mį žar nefna: Upplestur, tónlist, sjónhverfingar og risabingó. Įkvešiš hefur veriš aš stilla ašgangseyri ķ hóf og hafa frķtt inn.

Um er aš ręša "Ašventukvöld" žann 14. desember ķ félagsmišstöšinni Aflagranda 40, kl. 19:30 til 22:30.

Kynnir veršur Frišrik Žór Gušmundsson. Hugvekju flytur séra Bjarni Karlsson sóknarprestur og velunnari SVB frį upphafi og hann minnist lįtinna félagsmanna.

Vķglundur Žór Vķglundsson formašur hefur umsjón meš tónlistaratriši; einsöng og fjöldasöng. Gušnż Sigurgeirsdóttir flytur ljóš ķ anda jólanna.

Heišursvišurkenningar verša veittar, kaffiveitingar verša ķ umsjón Kaffinefndar SVB og haldiš veršur Bingo meš veglegum vinningum, undir styrki stjórn Einars G. D. Gunnlaugssonar og Elsu G. Björnsdóttur varaformanns. Spilašar verša nokkrar umferšir eftir žvķ sem tķminn leyfir.

Reynt veršur aš nį SKYPE sambandi viš žį félaga sem bśa erlendis og śti į landi og leyfa žeim žannig aš njóta dżršanna meš okkur.

Facebook-fólk er hvatt til aš kķkja į FB-sķšu um višburšinn og skrį sig žar til žįtttöku (en žaš er žó ekki skilyrši fyrir žįtttöku!).


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband