Varst þú á Unglinga- eða Upptökuheimilinu?

unglingaheimilid Rétt er að benda hlutaðeigandi á að Vistheimilanefndin svokallaða (Spanó-nefndin) er um þessar mundir að vinna að lokaskýrslu sinni - um Unglingaheimili ríkisins (1978-1994) og Upptökuheimili ríkisins (1945-1978).Með sérstakri auglýsingu (sjá t.d. dagblöð 16. október sl.) kallaði nefndin eftir fyrrum vistbörnum að mæta í viðtal hjá nefndinni og upplýsa hana um reynslu sína af dvölinni.

Upptökuheimilið var með starfsstöðvar að Elliðahvammi í Kópavogi, í starfsmannabústað við Kópavogshæli og á Kópavogsbraut 17 og Kópavogsbraut 9. Unglingaheimilið var með starfsstöðvar að Kópavogsbraut 17 og Kópavogsbraut 9, að Sólheimum 7 og Sólheimum 17 og Efstasundi 86, að Smáratúni í Fljótshlíð og Torfastöðum í Biskupstungum.

Hlutaðeigandi hafi samband við Vistheimilanefndina í síma 563 7016 eða netfangi vistheimili@for.stjr.is

Um þessa vinnu sagði Róbert Spanó nýlega í blaðaviðtali: "Við höfum alltaf hvatt alla, sem hafa vitneskju eða reynslu af því að vera á svona stofnunum, til að hafa samband". Fólk sem hafi frá slíku að segja fái viðurkenningu á brotum gegn sér og einnig að hægt verði að bæta framkvæmd barnaverndarlaga. „Einnig viljum við að starf okkar sýni fram á að með rannsóknum af þessu tagi sé hægt að komast til botns í samfélagslegum vandamálum."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er einhver sem veit hvort tengiliður vistheimila hefur hafið störf Og hvort komin sé vefsiða

ingo sk (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 10:46

2 Smámynd: SVB

Já Ingó, hún Guðrún hefur hafið störf (20. sept) og er á fullu í viðtölum. Upplýsingar um hana eru hér vinstra megin á síðunni og tengill á vefsíðuna aðeins neðar.

Skrifstofa tengiliðar er að Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík. Sími tengiliðar er 545 9045. Netfang: tengilidur@tengilidur.is

www.tengilidur.is

SVB, 22.10.2010 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband