Aðventukvöld Samtaka vistheimilabarna

Næsti fundur SVB. verður á léttu nótunum. Fjölbreytt skemmtiatriði verða og má þar nefna: Upplestur, tónlist, sjónhverfingar og risabingó. Ákveðið hefur verið að stilla aðgangseyri í hóf og hafa frítt inn.

Um er að ræða "Aðventukvöld" þann 14. desember í félagsmiðstöðinni Aflagranda 40, kl. 19:30 til 22:30.

Kynnir verður Friðrik Þór Guðmundsson. Hugvekju flytur séra Bjarni Karlsson sóknarprestur og velunnari SVB frá upphafi og hann minnist látinna félagsmanna.

Víglundur Þór Víglundsson formaður hefur umsjón með tónlistaratriði; einsöng og fjöldasöng. Guðný Sigurgeirsdóttir flytur ljóð í anda jólanna.

Heiðursviðurkenningar verða veittar, kaffiveitingar verða í umsjón Kaffinefndar SVB og haldið verður Bingo með veglegum vinningum, undir styrki stjórn Einars G. D. Gunnlaugssonar og Elsu G. Björnsdóttur varaformanns. Spilaðar verða nokkrar umferðir eftir því sem tíminn leyfir.

Reynt verður að ná SKYPE sambandi við þá félaga sem búa erlendis og úti á landi og leyfa þeim þannig að njóta dýrðanna með okkur.

Facebook-fólk er hvatt til að kíkja á FB-síðu um viðburðinn og skrá sig þar til þátttöku (en það er þó ekki skilyrði fyrir þátttöku!).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband