Eyðublaðið er komið á Netið

Á vefsíðu Sýslumannsins á Siglufirði er nú eyðublaðið komið, þar sem frumkröfur um sanngirnisbætur eru settar fram (sjá hér).

Þar kemur eftirfarandi fram:

"Umsóknareyðublaðið er í tveimur hlutum. Annar hlutinn er umsóknareyðublaðið sjálft sem unnt er að skila rafrænt eða fylla út, prenta út og skila með pósti. Hinn hluti umsóknarinnar er eyðublað þar sem umsækjandi getur veitt sýslumanni heimild til að afla gagna sem kunna að vera til staðar hjá rannsóknarnefnd vistheimila eða öðrum opinberum aðilum um dvöl hans á vistheimili. Ekki er skylda að veita þessa heimild en ef hún verður veitt þá þarf að prenta hana út og undirrita með eigin hendi umsækjanda. Skal undirritun hans vera vottuð af tveimur aðilum, eða tengilið vegna vistheimila.

Reynt hefur verið að gera umsóknareyðublaðið einfalt í sniðum og miðað er við að ekki þurfi neina sérþekkingu til að fylla það út. Hafi umsækjandi farið í viðtal hjá rannsóknarnefnd sem kannaði starfsemi vistheimila samkvæmt lögum nr. 26/2007, eru líkur á að þau gögn sem nefndin hefur aflað nægi til að meta bótarétti hans. Hafi umsækjandi ekki farið í viðtal hjá nefndinni, þarf hann að gefa ítarlega fyrir atvikum sem áttu sér stað á vistheimili þar sem hann dvaldi og hann kann að verða kallaður í viðtal hjá sýslumanni til að gefa munnlega skýrslu. Umsækjandi getur lagt fram þau viðbótar gögn sem hann telur að varpi ljósi á málið. Þar getur t.d. verið um að ræða læknisfræðileg gögn.

Í 1. hluta eyðublaðsins þarf umsækjandi að gefa almennar upplýsingar eins og nafn og kennitölu. Dvalarstaður og sími þarf einnig að koma fram, því vera kann að sýslumaður þurfi að afla frekari upplýsinga hjá umsækjanda. Ef umsækjandi hefur fengið einhvern annan aðila til að annast umsóknina, þarf umboðsmaður hans að hafa gilt umboð til starfans og þarf að skila því með umsókninni.

Í 2. hluta eyðublaðsins þarf umsækjandi að gefa upplýsingar um á hvaða vistheimili hann dvaldi. Ekki er unnt að fá greiddar bætur vegna annarra heimila en þarna eru talin upp, þar sem lögin eru takmörkuð við þessi heimili. Ef umsækjandi hefur dvalist á fleiri en einu af þessum heimilum, þarf að skila umsókn vegna hvers og eins þeirra. Nauðsynlegt er að tilgreina tíma dvalar. Síðan þarf umsækjandi að rekja eftir minni hvernig dvölin var og hvaða harðræði hann sætti. Hafi umsækjandi farið í viðtal hjá rannsóknarnefnd með starfsemi vistheimila, þá er hægt að vísa til þess að upplýsingar um dvölina sé að finna í gögnum nefndarinnar og hafi hann engu að bæta við það sem þar kemur fram þarf ekki að fylla þennan lið út að öðru leyti. Þessum lið má skila í sérstakri greinargerð ef umsækjandi óskar þess.

Í 3. hluta eyðublaðsins þarf umsækjandi að tilgreina hvaða tjóni hann hefur orðið fyrir í lífi sína vegna afleiðinga dvalar á vistheimili. Tjón skal rakið í eins skipulögðu máli og umsækjanda er unnt og engu sleppt sem umsækjanda finnst sjálfum skipta máli. Þarna þarf einnig að tilgreina hvaða skaðabætur umsækjandi fer fram á að fá greiddar. Rétt er að taka fram að bætur og bótaréttur verður að jafnaði metinn að álitum svo fjárhæðin sem umsækjandi kann að nefna bindur hvorki hann eða sýslumann ekki við ákveðna tölu.

Í 4. hluta eyðublaðsins er þess óskað að umsækjandi veiti upplýsingar um þau gögn sem skipt geta máli og honum er kunnugt um. Sé honum ekki kunnugt um nein fyrirliggjandi gögn má sleppa þessum reit. Rétt er að hafa í huga að því nákvæmari upplýsingar sem gefnar eru því auðveldara verður að meta tjón það sem umsækjandi hefur orðið fyrir".

ATH: Eyðublaðið virðist loks komið í lag hjá sýslumanni og tenglarnir þá virkir.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar er það em maður skráir sig í samtökin ykkar ?

Halldóra (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 14:33

2 Smámynd: SVB

Með tölvupósti til lillokristin@simnet.is eða bardurragnar35@gmail.com.

Senda með venjulegar grunnupplýsingar, þú veist, nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang og símanúmer, og ef þú varst á vistheimilum að nefna þau og tímabilin.

kv.

fþg

SVB, 14.10.2010 kl. 16:02

3 identicon

Takk fyrir þetta hef sambandi.

Halldóra Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 01:16

4 identicon

Linkarnir hér að ofan í eyðublöðin eru ekki að virka og ef maður fer inná syslumenn.is undir eyðublöð er ekkert þar að finna :(

Þessu þarf að kippa í lag ASAP

Kv

Hannes

Hannes H. Gilbert (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 10:18

5 Smámynd: SVB

Já þetta er rétt Hannes! Eitthvað er að gerast sem ég ætla að reyna að komast að hvað sé. Ef það er verið að breyta einhverju vona ég að það sé bara í jákvæða átt...

fþg

SVB, 17.10.2010 kl. 13:41

6 identicon

Er tengiliður kominn með vef siðu Eða er hann byrjaður að starfa

ingo sk (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 12:27

7 Smámynd: SVB

Tengiliður er byrjaður að starfa já, Skrifstofa tengiliðar er að Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík. Sími tengiliðar er 545 9045. En vefsíða tengiliðs er ekki komin upp - er ennþá í smíðum væntanlega.

SVB, 18.10.2010 kl. 13:20

8 Smámynd: SVB

Fyllri upplýsingar um tengilið eru að fæðast. Ég staðfesti vonandi á morgun að eftirfarandi verði komið að fullu í gagnið, sjá netfang og vefslóð:

Guðrún Ögmundsdóttir
Tengiliður vistheimila
Tollhúsinu v. Tryggvagötu
150 Reykjavík
netfang: tengilidur@tengilidur.is
heimasíða: www.tengilidur.is
sími: 5459045

SVB, 18.10.2010 kl. 13:46

9 Smámynd: SVB

Ath ekki þýðir að fara á vefslóðina tengilidur.is allveg strax, en væntanlega á morgun.

SVB, 18.10.2010 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband