Breiðavíkursamtökin ræða ástand og horfur

Hópur fólks er enn í Alþingisgarðinum og neitar að fara þaðan.Nú þegar Alþingi er komið saman í skugga mikillar reiðiöldu hefur stjórn Breiðavíkursamtakanna ákveðið að blása til félagsfundar til að ræða ástand og horfur í málefnum sínum. Félagsfundur verður haldinn í húsnæði félagsþjónustunnar við Aflagranda næstkomandi þriðjudag, 27. janúar, kl. 20:30.

Fyrri hluti félagsfundarins verður á alvarlegu nótunum; rætt um starfsemi samtakanna og horfur með bótafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Í síðari hluta fundarins tekur við léttara spjall og líkast til mun skemmtinefnd samtakanna láta taka til sín með einhverjum hætti.

Mætum öll - verum virk.

Stjórnin.


mbl.is Þingfundi haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér þykir leit að geta ekki mætt á fundinn,  en væri meira en til að koma minni skoðunn þar á framfæri t.d. afhverju ríkisstjórnin er tilbúin að borga nokkuð hundruð miljarða fyrir einhverja útlendinga sem voru að gambla með sína peninga en svo þegar kemur að okkur Breiðavíkurdrengjum og öðrum þolendum ofbeldis af starfsmönnum ríkisins þá erum við að tala um aura þetta finnst mér ekki sanngjarnt

með baráttukveðju Sigurgeir

Sigurgeir Friðriksson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 07:31

2 Smámynd: SVB

Skrifaðu endilega grein hingað á bloggið Sigurgeir. Sendu hana á netfangið sem gefið er upp í "hausnum" hér uppi.

SVB, 2.2.2009 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband