Þegar harðneskjan mætir börnum og unglingum

Breiðavíkursamtökin hafa verið opnuð fyrir félagsaðild allra sem láta sér varða barnaverndarmál í fortíð og nútíð, einkum vistunarúrræði barnaverndaryfirvalda á öllum tímum og öllum landshlutum. Nafni félagsins hefur ekki verið breytt en tilgangur félagsins er að vera regnbogasamtök og einskorðast ekki við tiltekið illræmt vistheimili við Breiðavík á Vestfjörðum.

Þessu fylgir að félagaskráin er nú opin fyrir aðild allra áhugasamra og áhyggjufullra einstaklinga, hvort heldur þeir hafi sem barn og/eða unglingur verið skjólstæðingur barnaverndaryfirvalda, hafi komið að barnaverndarmálum á annan beinan eða óbeinan hátt eða eru einfaldlega áhugasamir stuðningsmenn málefnisins.

Við hvetjum áhugasama einstaklinga til að gerast félagar í samtökunum; einkum fólk með beina eða óbeina reynslu af téðum vistunarúrræðum eða vilja leggja málefninu lið almennt.

Sendið óskir um félagsaðild á Netfang ritara samtakanna og ritstjóra þessarar síðu:

lillokristin@simnet.is

svo má líka óska eftir félagsaðild með kommenti við bloggfærslur hér. Kannski rétt að geta þess að engin eru félagsgjöldin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Ólafsson

Frábært frammtak það ætti að skoða fleiri svona mál sem hafa gerst í íslensku samfélagi eins og það sem gerðist  í Skáleyjum fyrir c,a 20 árum .

Guðjón Ólafsson, 24.5.2008 kl. 12:32

2 Smámynd: SVB

Segðu meira frá því Gutti.

SVB, 26.5.2008 kl. 15:10

3 Smámynd: Guðjón Ólafsson

Þetta átti að vera í Svefneyjum

Guðjón Ólafsson, 27.5.2008 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband