Fundir með Ögmundi og félagsfundur á þriðjudag

Erna Agnarsdóttir formaður og Unnur Millý Georgsdóttir varaformaður SVB hittu Ögmund Jónasson innanríkisráðherra á fundi í dag til að ræða sanngirnisbótamálin í kjölfar sáttatilboða sýslumannsins á Siglufirði á dögunum. Margar spurningar hafa vaknað um framkvæmd laganna um sanngirnisbætur og upphæðir sáttatilboðanna, en margir kröfuhafanna eru óánægðir með tilboðin.

"Ég og Unnur Millý vorum að koma af fundi hjá innanríkisráðherra Ögmundi Jónassyni og ráðuneytisstjóra Ragnhildi Hjaltadóttur. Mjög góður fundur. Farið var yfir málin í heild sinni. Þau ætla að athuga hvernig stendur á þessum töfum á greiðslum, einnig var ákveðið að reyna að hafa aftur fund í næstu viku. Að öllum líkindum á mánudag," segir Erna á facebook-síðu samtakanna, en meðal annarra umræðuefna voru eingreiðslur, útreikningar á punktum og sú staðreynd að enginn í þessum fyrsta hópi kröfuhafa hafi náð hámarksbótum.

Ekki þykir rétt að greina nánar frá þessum viðræðum fyrr en nánari svör hafa komið á mánudags-fundinum með ráðherra. Þau verða hins vegar vonandi komin skýr þegar félagsfundur samtakanna brestur á, næsta þriðjudagskvöld kl. 19:30 á hefðbundnum fundarstað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Erna og Millý

Þið standið ykku vel, gangi ykkur vel á mánudaginn.

Kv.

Einar

Einar D. G. Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband