Stjórn SVB skipti með sér verkum
30.1.2011 | 13:56
Stjórn Samtaka vistheimilabarna (áður Breiðavíkursamtakanna) hefur komið saman og skipt með sér verkum. Á nýafstöðnum aðalfundi var Erna Agnarsdóttir kjörin formaður, en verkaskipting stjórnar er að öðru leyti þessi: Unnur Millý Georgsdóttir varaformaður, Þór Saari gjaldkeri, Marinó Hafnfjörð Þórisson ritari og Esther Erludóttir meðstjórnandi.
Hér að neðan og í viðhengi eru lög samtakanna eins og þau nú gilda:
Lög Samtaka vistheimilabarna samþykkt á aðalfundi 25. janúar 2011
1.gr.
Félagið heitir Samtök vistheimilabarna.
2. gr.
Heimili samtakanna er hjá formanni hverju sinni og varnarþing er í Reykjavík.
3. gr.
Tilgangur samtakanna er að vera málsvari og hagsmunasamtök fólks sem vistað hefur verið á vegum hins opinbera á upptökuheimilum, einkaheimilum og öðrum sambærilegum stofnunum og beita sér fyrir forvarnar- og fræðslustarfi gegn ofbeldi af öllu tagi á börnum á fósturheimilum.
4. gr.
Tilgangi sínum hyggjast samtökin ná með því að styðja félagsmenn og halda uppi markvissu forvarnar- og fræðslustarfi.
5. gr.
Samtökin eru opin öllum sem hafa áhuga á barnaverndarmálum og sögu þeirra.
6.gr.
Stjórn samtakanna skal skipuð fimm félagsmönnum þ.e. formanni og fjórum meðstjórnendum og tveimur til vara. Þeir skulu kosnir á aðalfundi hvers árs. Formaður er kosinn sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum.
7.gr.
Stjórn fer með framkvæmdarstjórn í félaginu á milli aðalfunda. Formaður boðar stjórnarmenn á fundi þegar þurfa þykir, en halda verður stjórnarfund óski a.m.k. tveir stjórnarmenn þess. Félagsfundi skal halda þegar þurfa þykir, þó ekki sjaldnar en fimm sinnum á ári. Starfstímabil samtakanna er almanaksárið, aðalfundur skal haldinn í apríl eða fyrri hluta maí ár hvert. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn hafa atkvæðarétt á aðalfundi. Stjórn boðar til aðalfundar með a.m.k. 30 daga fyrirvara, með viðurkenndum boðskiptaleiðum sem undanfarandi félagsfundur samþykkir, svo sem með tölvupósti eða símleiðis. Dagskrá aðalfundar: Skýrsla stjórnar, reikningar, lagabreytingar, stjórnarkjör og önnur mál.
8.gr.
Ekki er um árgjald að ræða heldur eru samtökin fjármögnuð með styrkjum frá fyrirtækjum og einstaklingum. Auk þess er innheimt greiðsla fyrir fræðsluerindi á vegum félagsins. Öll vinna sem félagsmenn inna af hendi í þágu samtakanna er sjálfboðavinna.
9.gr.
Dagleg fjársýsla starfsjóðs er í höndum gjaldkera samtakanna en öll stærri fjárútlát skulu lögð fyrir stjórn til samþykktar.
10.gr.
Heimilt er að starfrækja innan samtakanna sérfélög um einstök vistheimili, en þau skulu vera fjárhagslega aðgreind frá móðursamtökunum og móta sínar eigin reglur á þann veg að brjóti ekki í bága við lög móðursamtakanna. Sérfélögin geri stuttlega grein fyrir starfsemi sinni á hverjum aðalfundi móðursamtakanna undir liðnum önnur mál.
11.gr.
Fari svo að félagið verði lagt niður þá verður sú ákvörðun tekin á aðalfundi með auknum meirihluta (fjórir/fimmtu). Eignir þess skulu renna til félaga/samtaka er starfa í svipuðum tilgangi skv. ákvörðun aðalfundar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Tilhamingju med nyja nafnir og Samtokin.
Anna , 3.2.2011 kl. 09:06
Vaeri haegt ad birta her a bloggid nofn vistheimila sem eru starfandi a vegum rikisins i dag.?
Anna , 3.2.2011 kl. 09:13
Við skulum athuga með slíkan lista, en vistheimilin eru mörg á vegum bæði ríkis og sveitarfélaga. Barnaverndarstofa ætti þó að hafa yfirlit yfir herlegheitin.
SVB, 3.2.2011 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.