Samtök vistheimilabarna (SVB)

Aðalfundur Breiðavíkursamtakanna var haldinn í gær, 25. janúar 2011, og er þess fyrst að geta að á fundinum var samþykkt sú lagabreyting að nafn samtakanna skuli eftirleiðis vera „Samtök vistheimilabarna“.

    Á 33ja manna fundinum var samþykkt með þorra atkvæða gegn einu að breyta um nafn samtakanna og er það hugsað sem liður í frekari útvíkkun samtakanna, en reynslan þykir hafa sýnt að það hefur hamlað vexti samtakanna að kenna þau við eitt vistheimilanna umfram önnur. 2008 var sú lagabreyting samþykkt að samtökin yrðu „regnbogasamtök“ fyrrum vistbarna allra vistheimila á vegum hins opinbera og stuðnings- og áhugamanna um málefnið. Í sérstakri kosningu um nokkur nöfn hlaut nafnið „Samtök vistheimilabarna“ kosningu í fyrstu umferð.

    Fyrir utan nafnabreytinguna má geta þess að á aðalfundi fyrir ári var samþykkt lagabreyting sem heimilar stofnun undirfélaga í samtökunum um hvert vistheimili fyrir sig.

    Í nýja stjórn Samtaka vistheimilabarna (áður Breiðvíkursamtakanna) voru kjörin:

Erna Agnarsdóttir, formaður og meðstjórnendurnir

Unnur Millý Georgsdóttir,

Þór Saari,

Esther Erludóttir og

Marinó Hafnfjörð Þórisson.

Í varastjórn voru kjörin Sigurveig Eysteinsdóttir og Georg Viðar Björnsson.

Í skýrslu fráfarandi stjórnar segir meðal annars: "Núverandi stjórn skilar af sér nokkuð sátt við frammistöðu sína, en jafnframt þess alviss að nú sé komið að „kynslóðaskiptum“ innan samtakanna. Tímabært sé að fylgja eftir útvíkkun samtakanna og að fulltrúar annarra vistheimila en drengjaheimilisins Breiðavík (1953-1973) taki sem mest við, með meirihluta í nýrri stjórn. Fráfarandi stjórn þakkar fyrir sig og óskar nýrri stjórn og samtökunum öllum velfarnaðar á nýju starfsári".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SVB

Í fréttum Sjónvarpsins í kvöld var frétt um fjölda krafna fyrrum vistbarna Breiðavíkur, en innköllunarfrestur vegna þess heimilis (fyrstu Vistheimilanefndarskýrunnar) rennur út á miðnætti annað kvöld, fimmtudags.

Fram kom í fréttinni að yfir 120 hefðu lýst kröfu, fleiri en búist var við, en 80 fyrrum vistbörn Breiðavíkur gáfu skýrslu hjá Vistheimilanefnd (Spanó-nefnd). Alls voru 158 vistbörn á Breiðavík öll tímabil. Fyrir liggur að vistbörn á drengjatímabilinu (fram að 1973) voru 127 (ef ég man rétt) og eru þar af 34 látnir. 20 hinna látnu áttu börn sem erfa kröfuréttinn. 

Nánar um þetta eftir að fresturinn er allur, á föstudag eða svo. Frétt Sjónvarpsins annars hér:

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4547235/2011/01/26/3/ 

SVB, 26.1.2011 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband