Stolin æska eða Vistheimilasamtökin?
6.1.2011 | 23:40
Esther Erludóttir boðar tillögu á aðalfundi samtakanna um nafnabreytingu úr "Breiðavíkursamtökin" yfir í "Stolin æska". Það er hér með tilkynnt, en þess má geta að þetta nafn varð undir í nafnakosningu á stofnfundi samtakanna 29. apríl 2007.
Nú eru breyttir tímar og vaxandi vilji til þess að nafn samtakanna endurspegli ekki aðeins eðli þeirra heldur hafi ekki yfir sér stimpil eins vistheimilis umfram önnur.
Þegar hefur komið fram tillaga frá tveimur félögum um nafnabreytingu yfir í "Vistheimilasamtökin" og stefnir því í skemmtilegar kosningar um nýtt nafn samtakanna.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Trúmál og siðferði, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Breiðavíkursamtökin eru firna gott naf...n, en hefur líka þann stóra galla að fókusa á eitt vistheimili og það fellur ekki öllum fyrrum vistbörnum í geð. Hitt er annað mál að í lögum samtakanna er heimild til að stofna undirfélög um hvert vistheimili og hver veit nema þetta nafn fái að lifa áfram sem undirfélag fyrrum vistbarna einmitt þessa tiltekna vistheimilis.
Svo er tillaga um eitt þúsund króna árgjald. hvað finnst þér um það?
SVB, 7.1.2011 kl. 03:02
Gísli Már Helgason Breiðavíkursamtökin áfram.
------------------------------------------------------------------Nýtt nafn þarf að vera:
Skírskota til starfseminnar
Fara vel í mæltu máli
Þægilegt og fljótlegt í ritun
Ekki of langt
Grípandi og auðvelt að muna
Ég mæli með VISTASAMTÖKIN
KV Hafsteinn
----------------------------------------------
Jón Magg Magnússon: Vistheimilasamtökin
------------------------------------------------
Jóhanna Sturludóttir: "....stinga upp á nafninu "Brotin æska" sbr. brotnir einstaklingar".
SVB, 7.1.2011 kl. 20:05
Og þetta með undirfélögin hljómar frábærlega vel, því þá er hægt að stofna lítlar deildir sem halda utanum sögu hvers heimilis.
Baugalín (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 21:52
Samtök um vistun barna og unglinga.
SVB, 13.1.2011 kl. 10:52
Eda Samtok um vistheimili barna og unglinga.Kvedja Anna Bjorg
Anna , 14.1.2011 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.