Styttist í að kröfufrestur Breiðvíkinga renni út

Síðasti dagur innköllunar kröfu (umsóknar) um sanngirnisbætur vegna vistunar á Breiðavíkur-vistheimilinu er fimmtudagurinn 27. janúar.

Samkvæmt upplýsingum Guðrúnar Ögmundsdóttur, tengiliðs vistheimila, eru þegar innsendar kröfur vegna Breiðavíkur að nálgast hundraðið og 7 viðtöl bókuð í þessari viku. Alls voru að talið er 158 börn vistuð á Breiðavík 1952-1979. Af 127 einstaklingum sem voru vistbörn 1952-1973 eru 34 látnir, en börn þeirra erfa kröfuréttinn. Af þeim nálægt 31 sem vistuðust vestra 1973-1979 munu 2-4 vera látnir, en það eru óstaðfestar upplýsingar.

Breiðvíkingar (og börn látinna) eru hér með hvattir til að hafa innköllunarfrestinn í huga. Tengiliður vistheimila er talsmaður kröfugerðar fyrrum vistbarna og veitir ljúflega liðveislu í því skyni. Kontakt-upplýsingar vegna tengiliðs er að finna hér til vinstri á síðunni.

Jafnframt minnir stjórn samtakanna á aðalfund samtakanna þriðjudagskvöldið 25. janúar, samanber færslur hér fyrir neðan. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband