Færsluflokkur: Fjármál
Vistheimilabörnin og Icesave
9.7.2009 | 13:09
Gylfi Ægisson tónlistarmaður sagði á dögunum: Ef það er ekki til peningur til að borga Breiðavíkurbörnum þá er ekki til peningur til að borga Icesave. Bæta má við: Tökum milljarðana þrjá sem Björgólfarnir vilja fá afskrifaða og setjum í Vistheimila-bótasjóð.
Félagsmenn í BRV athugið: Það hefur borist bréf frá forsætisráðuneytinu og í ljósi þess er boðað til félagsfundar næstkomandi þriðjudagskvöld 14. júlí kl. 20 í fundarsalnum í Reykjavíkurakademíunni (JL-húsinu) við Hringbraut.Við ræðum þar efni bréfsins og viðbrögð við því.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Ljúkum þessu strax"
20.4.2009 | 16:20
Um leið og minnt er á aðalfund Breiðavíkursamtakanna miðvikudaginn 29. apríl næstkomandi kl. 20-22 (mæta 19:40) í fundarsal Reykjavíkurakademíunnar við Hringbraut (4. hæð) er okkur ljúsft og skylt að birta hér bréf sem okkur hefur borist frá félaga í samtökunum, Jóhanni Þór Hopkins. Bréfinu verður svarað fljótlega í athugasemdadálkinum.
"Nú er nóg komið. Ég forvitnaðist um stöðu mála hjá Breiðavíkursamtökunum, fátt um svör annað en það að það borgi sig ekki að vera með einhvern asa, málið sé í góðum farvegi, en við nánari athugun þá kemur annað í ljós.
Skrifstofa Samfylkingarinnar segir að málið sé í samningaferli.
Lögfræðingurinn segir að EKKERT sé að gerast í málinu.
Samtökin hafa engin önnur svör en að þetta sé bara svona.
Svo eru bara auglýstir spjallfundir ??? Eru menn ekki búnir að velta sér nóg uppúr þessu? Ljúkum þessu strax.
Nú eftir að málið er búið að vera að veltast í höndum stjórnarinnar á annað ár og ekkert að gerast.
Eru samtökin ekki bara á góðri leið með að klúðra málinu með einhverjum óheyrilegum kröfum? Gleymum því ekki að lagalega er máli fyrnt, og það að vera að ræða um einhverja tugi milljóna er bara út í hött.
Ég held satt að segja að þetta sé komið úr böndum og að menn ættu bara að fara að huga að sjálfstæðum aðgerðum. Ekki er þessi stjórn að gera neitt. Er málinu ekki bara betur komið i höndum einstaklingana sjálfra?
Jóhann Þór Hopkins.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)