Pex og kex - vel sóttur félagsfundur

Félagsfund Samtaka vistheimilabarna, sem haldinn var þriðjudaginn 22. febrúar, sóttu 42 manns og þar af voru 2 viðmælendur, þau Guðrún Ögmundsdóttir tengiliður vistheimila og séra Bjarni Karlsson sóknarprestur í Laugarneskirkju.

 

Guðrún sagði frá framvindu mála hjá vistmönnum og -konum Breiðavíkur er varðaði framgang sýslumannsins á Siglufirði og að menn mættu eiga von á bréfi þaðan mánudaginn 28. febrúar.

 

Séra Bjarni talaði um fyrirgefninguna og hvernig við getum unnið úr okkar málum er varða æskuuppeldið og þær þjáningar sem hver og einn hefur orðið fyrir í þeim efnum. Guðný Sigurgeirsdóttir nýr félagi og æskuvinur sr. Bjarna sagði okkur frá því hvernig hún hafi tekið til í sínum málum undanfarin þrjú ár, hafi hún leitað á náðir Jesú Krists í bænum hans og fundið ró í bænum hans.

 

Miklar umræður fóru fram og fyrirspurnir voru mestar er varðaði framgang mála hjá „Sýsla“ á Siglufirði og ekki voru allir sáttir eins og gefur að skilja því mennirnir eru misjafnir eins og þeir eru margir.

 

En allt fór þó vel fram og bauð Unnur Millý uppá kleinur og kex sem hún verslaði sjálf og við hin í stjórninni færum henni bestu þakkir fyrir.

 

Fundi var slitið af formanni rétt fyrir 23:00 og fóru menn sáttir af fundi.

 

Kær kveðja að norðan

Marió H. Þórisson ritari stjórnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér fyrir Marinó...eða er það Marió..hmm,

En, þetta er flott samantekt hjá þér.

Vona að ferðin hafi gengið vel norður,

Kveðja,

Millý

Unnur Millý (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 13:52

2 identicon

Frábær fundur sem ég hefði ekki vilja missa af.

Takk kærlega fyrir mig. Kem örugglega á alla fundi þegar ég er á Íslandi og kem til með að fylgjast vel með.

kveðja Sú Danska.

Dóra (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 14:53

3 identicon

Þetta var sá besti fundur sem ég hef sótt. Gaman að sjá vistfólk af fleyri heimilum en Breiðuvík :) Núna sýnist mér að samtökin sé komin á æðra þroskastig og framtíðn mjög björt hjá okkur. Ég mun reyna að koma á næsta fund líka því við þurfum að geta rætt málin á þess að þurfa að skammast okkar fyrir hvernig farið var með okkur sem börn. Með svona fundum eins og sá síðasti var getum við hjálpað hvert öðru til að öðlast styrk til að takast á við okkar raunir sem hafa hvílt á okkur öll þessi ár og ekki hefur mátt ræða fyrr enn nú.

Hlakka til að sjá sem flesta á næsta fundi :)

Kveðja,

Hannes

Hannes (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 15:42

4 identicon

Þetta var sá besti fundur sem ég hef sótt. Gaman að sjá vistfólk af fleiri heimilum en Breiðuvík :) Núna sýnist mér að samtökin sé komin á æðra þroskastig og framtíðin mjög björt hjá okkur. Ég mun reyna að koma á næsta fund líka því við þurfum að geta rætt málin á þess að þurfa að skammast okkar fyrir hvernig farið var með okkur sem börn. Með svona fundum eins og sá síðasti var getum við hjálpað hvert öðru til að öðlast styrk til að takast á við okkar raunir sem hafa hvílt á okkur öll þessi ár og ekki hefur mátt ræða fyrr enn nú.

Hlakka til að sjá sem flesta á næsta fundi :)

Kveðja,

Hannes

Hannes (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 15:45

5 identicon

Mjög goður fundu,og gott að sjá að fleiri eru farnir að koma og ræða málin.

Vill eg óska nýu stjórnini allt það besta í framtíðini.

Kv,

Sigurður.

Sigurður Margeirsson (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 18:02

6 identicon

Sæl og blessuð!

Ég vil nota hér tækifærið og óska nýju sjórninni til hamingju með stjórnarsprotan. Í þessum óskum mínum felst von um að starfið feli í sért farsæla uppskeru. Þar sem ég hef fylgst lítillega í fjarlægð (þetta er afstætt hugtak, þegar internet á í hug) með málefnum samtakana, þá sé ég að fjöldi meðlima er að aukast. Þetta að sjálfsögðu bæði styrkir og gefur okkur meiri jafnvægi í sálatetri okkar sem mörg okkar þyrstum eftir.

Ég mun sækja fund þegar ég á leið til Ísland ef það passar þá stundina.

Lifið heil og í harmoni.

fyrrverandi vistdrengur frá Breiðavík.

Guðbjörn L Elíson frá Svíþjóð

Guðbjörn Elíson (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband