Félagsfundi frestað - starfshópur skipaður

Félagsfundi Breiðavíkursamtakanna sem vera átti annað kvöld, þriðjudag, hefur verið frestað um eina viku í von um að þá verði komin ný tíðindi í bótamáli félaganna. Fundurinn verður því haldinn viku síðar eða þriðjudagskvöldið 3. NÓVEMBER og auglýst nánar fyrir þann tíma.

Forsætisráðherra setti nýverið á fót starfshóp til að undirbúa frumvarp um greiðslu bóta vegna misgjörða á vistheimilum fyrir börn. Þar eru Páll Þórhallsson í forsætisráðuneytinu, Kristrún Heimisdóttir lögfræðilegur ráðgjafi félagsmálaráðherra, Ása Ólafsdóttir, aðstoðamaður dómsmálaráðherra, Kristbjörg Stephensen, borgarlögmaður og Eiríkur Jónsson lektor við HÍ.

Fyrir 10 dögum var boðað af starfshópurinn myndi fljótlega boða fulltrúa BRV á fund og eftir því er nú beðið - í ofvæni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Vonandi verður þessi starfshópur með eitthvað sem velsæmi er í - til að leggja fyrir samtökin ekki bara eitthvað táknrænt þvaður - eins og afsökunarbeiðni forsætisráðherra var.

Gangi ykkur vel - standið föst fyrir á móti allri vansæmd stjórnvalda.

Benedikta E, 26.10.2009 kl. 18:52

2 Smámynd: SVB

Takk fyrir - við reynum að auðsýna stjórnvöldum og starfshópnum sæmilegt aðhald...

SVB, 26.10.2009 kl. 19:55

3 Smámynd: Anna

Afhverju er ekki Barnasálfræðingur með í starfhópnu Sem skilur og veit hvað þessi börn þurtu að líða, og hvað þessi börn gengu ígegnum. Andlegt og líkamlegt ofbeldi. Það þarf her faglært fólk á þessu svíði til þess að meta skaða þessarra einstaklinga. Skaði sem aldrei verður bætur. Ekki einu sinni með peningum. Sendi kveðjur til ykkar allra. Brotnar sálir þjóðfélagsins.

Anna , 29.10.2009 kl. 15:37

4 Smámynd: SVB

Góð spurning Anna. Við vorum auðvitað boðin og búin að tilnefna í starfshópinn, en kerfinu fannst það ekki tilhlýðilegt. Af einhverjum ástæðum telur kerfið að bara lögfræðingar eigi að koma að því að smíða frumvörp. Við munum auðvitað reyna að koma einhverju "mannlegu" til skila inn í lagatækni-hugsunina...

SVB, 2.11.2009 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband