Breiðavíkursamtökin með þingmann!
26.4.2009 | 16:43
Um leið og minnt er á aðalfund Breiðavíkursamtakanna næsta miðvikudag, á tveggja ára afmæli samtakanna (sjá færslur hér á undan) þá er rétt að óska Breiðavíkursamtökunum til hamingju með að vera komin með þingmann. Einn nýrra þingmanna er Þór Saari hagfræðingur og gjaldkeri stjórnar samtakanna og er honum innilega óskað til hamingju með vegtylluna og vitaskuld skorað á hann að passa upp á málefni BRV og vistheimila almennt á þingi.
Raunar má benda á þá merkilegu staðreynd að hvorki meira né minna en 5 félagar í samtökunum voru virkir liðsmenn Borgarahreyfingarinnar, þeir Þór, Friðrik Þór Guðmundsson, Konráð Ragnarsson, Páll Rúnar Elísson og Maron Bergmann Brynjarsson, auk þess sem formaðurinn Bárður R. Jónsson var ótvíræður stuðningsmaður. Borgarahreyfingin og Breiðavíkursamtökin áttu augljóslega samleið.
Gott útlit er fyrir því að Jóhanna Sigurðardóttir verði áfram með forsætisráðuneytið og þar með að vinveitt stjórnvöld komi áfram að samningaborðinu við samtökin. Í því sambandi er spennandi að segja frá því að í síðustu viku átti stjórn samtakanna mjög fínan fund með fulltrúum forsætisráðuneytisins, þar sem áþreifanlega þokaðist í áttina að aðferðarfræði samkomulags um sanngirnisbætur. Stjórn samtakanna bíður nú eftir minnisblaði frá ráðuneytinu sem ætlunin er að kynna á aðalfundinum.
![]() |
Nýtt Alþingi Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Mannréttindi, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju, þetta er farið að líta mun betur út í sambandi við bæturnar en maður hefði þorað að vona þegar Breiðavíkursamtökin fóru af stað, þrátt fyrir allt annað sem hefur gerst. Er ekki annars málið að Bárður skelli sér bara í framboð í sveitastjórnarkosningum? ;)
Gunnar Hrafn (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 00:08
Jú, ég held að það sé rét að gera Bárð að næsta borgarstjóra. Og ná yfirráðum yfir öllum barnarverndarnefndum!
Friðrik Þór Guðmundsson, 27.4.2009 kl. 13:39
Frábært, til hamingju með þetta!
Glæzilegur árangur hjá Borgarahreifingunni.
ThoR-E, 27.4.2009 kl. 20:16
það ætti að vera skylda að fólk sem hefur reynslu barns í svona stöðu fái einungis leyfi til að vinna með barnaverndarmál. þeir einir hafa raunverulegann skilning á málinu og vita hvernig líðanin er. Enginn háskóli getur kennt það sem þessi börn hafa upplifað. þess vegna eru þau meðhöndluð eftir bókum en ekki tilfinningum og eiðileggingin er eftir því.
Hvað er það sem bendir til að háskólamenntun ein og sér gefi fólki kunnáttu og skilning til að sinna málefnum umkomuleysingja?
Umkomuleysingi hefur yfirleitt ekki tækifæri til að mennta sig!
Hvers vegna ætti menntafólk að geta sett sig í spor svikins barns?
Verð að viðurkenna að ég myndi ekki geta tekið við kaupi við að slíta börn frá foreldrum sínum og hef oft velt því fyrir mér hvaða undarlegu kendir liggja að baki hjá þeim sem lifa af svona vinnu.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.5.2009 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.