Breiðavíkurdrengir stigu fram fyrir 2 árum síðan

 Nú eru liðin 2 ár frá því að Kastljós og DV vörpuðu sannkallaðri samfélagslegri sprengju inn í þá tiltölulega slétta og fellda tilveru okkar á Íslandi. Miðaldra karlmenn stigu fram úr skuggaveröldum sínum og sögðu frá því hvernig skilningsvana opinber yfirvöld stóðu að því að berja þá og svívirða sem börn og unglinga hálfri öld fyrr.

"Breiðavíkurdrengirnir" áunnu sér aðdáun samlanda sinna. Umfjöllunin um þá leiddi til blaðamannaverðlauna. Rannsóknarnefnd var sett á laggirnar og heit strengd. Sanngirnisbótum var lofað.

Og hvað hefur þá gerst? Svo gott sem ekki neitt. Fyrri ríkisstjórn lagði fram frumvarp um að borga drengjunum um það bil flatskjár-virði af bótum og kannski rúmlega það ef þeir gætu sannfært geðlækna nógu vel um skaða sinn. Með miklum gráti og ógurlegum gnístri tanna mætti hífa sanngirnisbæturnar upp í bíl-virði.

Ofbeldinu hafði sum sé ekki linnt. Spurning með næstu ríkisstjórn.

Ofangreint er samhljóða bloggi sem Friðrik Þór Guðmundsson skrifaði á blogg sitt og hann leyfir sér að birta hér. Sömuleiðis sér hann ástæðu til að bæta við kommenti sínu vegna þeirrar færslu, sem er svona:

Búinn að vera að hugsa um furðulegt mál í allan dag. Í samræðu um annað sagði maður mér að hann væri nýbúinn að lesa bókina "Óhreinu börnin hennar Evu" eftir Kristján Sigurðsson (fyrrum forstöðumann á Breiðavík og síðar forstöðumanns Unglingaheimilis ríkisins í Kópavogi).

Ég hváði. Ég sit í stjórn Breiðavíkursamtakanna, hef talað við ótal félagsmenn, reyni að fylgjast með allri fjölmiðlaumfjöllun, en samt hefur það gjörsamlega farið framhjá mér að á síðasta ári hafi þessi bók komið út. Ég fór að "gúggla" og fann EKKERT um þessa bók nema bókasafnsfræðilegar tilkynningar. Hvergi ritdóm að sjá, hvað þá fjölmiðlaumfjöllun aðra.

Er málið virkilega svona gleymt og grafið í fjölmiðlum og annarri umræðu að svona bók um þetta efni hefur enga athygli og umræðu vakið?

Ég fór og keypti bókina í dag í M&M á Laugavegi. Afgreiðslukonan átti erfitt með að finna bókina; hún hafði verið sett í hilluna "heilsufræði". Skrifa kannski um efnið þegar ég er búinn að lesa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Athugasemdir

Augnablik... Vakta athugasemdir Þú ert að vakta athugasemdir við þessa færslu. Hætta að vakta
addInitCallback(commentWatch.init);
1 Smámynd: DoctorE

Það er eins og svo oft áður á íslandi, menn lofa bót og betrun, skreyta sig fjöðrum... svo bara gerist ekki neitt

DoctorE, 7.2.2009 kl. 20:50

2 Smámynd: Hlédís G.

Sammála, þetta er lélegt!

Hlédís G., 7.2.2009 kl. 21:16

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Búinn að vera að hugsa um furðulegt mál í allan dag. Í samræðu um annað sagði maður mér að hann væri nýbúinn að lesa bókina "Óhreinu börnin hennar Evu" eftir Kristján Sigurðsson (fyrrum forstöðumann á Breiðavík og síðar forstöðumanns Unglingaheimilis ríkisins í Kópavogi).

Ég hváði. Ég sit í stjórn Breiðavíkursamtakanna, hef talað við ótal félagsmenn, reyni að fylgjast með allri fjölmiðlaumfjöllun, en samt hefur það gjörsamlega farið framhjá mér að á síðasta ári hafi þessi bók komið út. Ég fór að "gúggla" og fann EKKERT um þessa bók nema bókasafnsfræðilegar tilkynningar. Hvergi ritdóm að sjá, hvað þá fjölmiðlaumfjöllun aðra.

Er málið virkilega svona gleymt og grafið í fjölmiðlum og annarri umræðu að svona bók um þetta efni hefur enga athygli og umræðu vakið?

Ég fór og keypti bókina í dag í M&M á Laugavegi. Afgreiðslukonan átti erfitt með að finna bókina; hún hafði verið sett í hilluna "heilsufræði". Skrifa kannski um efnið þegar ég er búinn að lesa.

Friðrik Þór Guðmundsson, 7.2.2009 kl. 22:18

4 Smámynd: Hlédís G.

Ekki ofsagt að óhreinu börnin voru og eru vel falin!

Hlédís G., 7.2.2009 kl. 22:28

5 Smámynd: Dóra

Mikið langar mér að lesa bókina hans Kristjáns Sigurðssonar (fyrrum forstöðumann á Breiðavík og síðar forstöðumanns Unglingaheimilis ríkisins í Kópavogi).  "Óhreinu börnin hennar Evu

" Því það vill svo til að ég er eitt að þessum óhreinu börnum"

Og mörgum sinnum var sagt við mig .. þú heppin Dóra þú er sú eina sem ég veit að hefur komið heil út úr þessu... En það hefur líka kostað sitt ..grát  svik og sár...

Og á það sér langa og skrautlega sögu sem hægt væri að gefa út í góðri bók..Annað að við máttum aldrei segja neitt... en við vissum alveg hvernig þetta var á Breiðavík.. það hefði verið hægt að hjálpa ef þögnin hefði ekki verið svona ... og refsingin við að ekki frá svo há...

Vill endilega fá að heyra um hvað bókin fjallar..  Gangi þér vel Dóra Dk

Dóra, 7.2.2009 kl. 22:39

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvað finnst þér hæfileg bótaupphæð í Breiðuvíkurmálinu, Friðrik? Sömu upphæð á línuna?

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.2.2009 kl. 23:37

7 Smámynd: TARA

Þetta Breiðavíkur-mál var skelfilegt og engir peningar bæta upp það sem þessum drengjum var gert....

TARA, 7.2.2009 kl. 23:56

8 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég get ekki almennilega nefnt tölu, Gunnar, og víst er að skoðanir eru skiptar innan samtakanna, eins og gengur og gerist. Að óbreyttu er samþykkt stefna að eitt skuli yfir alla ganga. Ef menn líta til Noregs þá sjást töluvert hærri tölur fyrir sambærileg mál þar. Ég hefði haldið að bætur ættu vart að vera minni en sem nemur lítilli kjallaraíbúð!

Hitt er annað mál að ég get skrifað upp á mismunandi upphæðir. Ég hef stundum talað um Núll-flokkinn, en undir hann vil ég flokka þá sem opinberlega hafa lýst því yfir að þeir hafi verið hamingjusamir á staðnum og allt hafi verið í himnalagi. Þeir eiga þá að mínu viti að afsala sér bótum. Ef þeir gera það ekki eru þeir falskir. Nema þeir hafi verið þvingaðir til slíkra yfirlýsinga og segja frá því. Svo má hugsa sitthvað til þeirra sem þurftu ekki að þola ofbeldi heldur voru hinir ofbeldisfullu (sumir stóru strákanna). En kannski voru þeir fyrst fórnarlömb. 

Hvað um það, í skýrslu Breiðavíkurnefndarinnar er ákveðin skipting í gangi milli tímabila, eftir forstöðumönnum. Mér finnst allt í lagi að gera greinarmun á bótum samkvæmt því og alger óþarfi að þvinga "drengina" (og síðar "stúlkurnar" líka) til að gangast undir geðlæknisskoðun. Tel enga þörf á frekari sönnunum. Vona að þetta svari fyrirspurn þinni. Það er rétt hjá Töru - peningarnir bæta ekki skaðann sem slíkir, en markmið bóta er að gera lífið bærilegra fyrir þolendurna, auk ákveðinnar viðurkenningar.

Friðrik Þór Guðmundsson, 8.2.2009 kl. 00:22

Friðrik Þór Guðmundsson, 8.2.2009 kl. 01:04

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mig langar að segja svo margt en skortir orð. Langaði þó aðallega að kvitta fyrir það að ég les yfirleitt það sem birtist hérna.

Mig langar til að lesa bókina sem Friðrik minnist á. Hef heyrt titils hennar getið áður en ekki séð hana. Reikna með að hún fáist ekki hér á Akureyri en það er hægt að panta hana í gegnum Eymundsson. Sá myndina Veðramót sem var tekin upp á Breiðavík og keypti DVD-myndina. Hún er búin að vera í láni síðan. Greinilega ekki margir séð hana í bíó en langar að sjá hana þegar ég segi þeim frá myndinni.

Þeir sem þekkja myndina vita sennilega að söguþráður hennar byggir aðeins að litlu leyti á því sem gerðist þar í raun og veru. Mér finnst hún samt góð enda vekur hún til umhugsunar um það hvernig erfið lífsreynsla getur lagt líf þeirra sem fyrir henni verða í rúst.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.2.2009 kl. 02:40

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þakka innleggið Rakel. Ég er byrjaður að lesa bókina sem þú minnist á og er jafnframt byrjaður að skilja hvers vegna hún komst hvergi í umræðuna. Ég er hræddur um að það sé mest lítið bitastætt í þessari bók og hefði sá ágæti maður, Kristján Sigurðsson, mátt hafa með sér mann til að lífga upp á mjög flatan og skrifræðislegan texta. Eiginlega er þessi bók mestmegnis skjalamappa. Fátt nýtt kemur fram og persónulegt sjónarhorn er hverfandi lítið. Því miður - en þetta er nú bara mitt fátæklega álit eftir fyrsta fljótlestur.

Friðrik Þór Guðmundsson, 8.2.2009 kl. 12:08

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

„Flatur og skrifræðislegur“ texti sem skortir að mestu „persónulegt“ sjónarhorn er ekki líklegt til að vekja hrifningu neins bókmenntaunnanda. Hljómar einhvern veginn eins og það hefði verið betra heima setið með þetta verk en af stað farið. Ég treysti áliti þínu nokkuð vel. Ekki síst af því sem þú varst búinn að segja áður um umgegni þeirra, sem hefðu átt að vekja athygli á bókinni, við hana.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.2.2009 kl. 13:09

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Já, ég vil nú ekki gera lítið úr Kristjáni, hygg að þar fari mætur maður, miklu frekar að útgefendur og dreifingaraðilar bókarinnar hafi brugðist honum. Hafi t.d. ekki sett ritrýnanda í verkefnið.

Friðrik Þór Guðmundsson, 8.2.2009 kl. 13:12

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Skil hvað þú átt við. Leitt að Kristján hafi ekki fengið tækifæri til að fá ráðgjöf og ábendingar sem oft eru nauðsynlegar í kringum verk sem rekin eru áfram af eldmóði og hugsjón. En það þýðir ekki að maður geti ekki virt hann fyrir viljann þó ekki hafi til tekist eins vel og verk hans hefði átt skilið.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.2.2009 kl. 13:27

7 Smámynd: Víglundur Þór Víglundsson

Ég er úinn að lesa þessa bók og mun byrta ritdóm um hana fljótlega. Ég keypti hana og sendi hana til Englands þar sem Baugalín býr. Henni fannst bókin frekar rýr og segir meðal annars.

 Búin að skransa gegnum börnin hennar Evu en er ekki alveg búin. Stakk mig
aðeins hvað bókin er skrifuð ...   í tilfinningasnauðum
skýrslutóni - ég sé hverju hann sleppti og hvað honum fannst passa í bókina og er hún nánast alveg eins og ég hélt meira að segja svört líka.
Gott að hann skrifaði bókina og fróðlegt að sjá hvernig hann sá okkur sem
viðfangsefni í vinnunni. Hann talar um fangaklefann eins og mér datt í hug
og sagði hann hafa verið endurbyggðann eftir að hann var farinn þaðan??
Og nú er ég forvitin . . . Hver ætli hafi endurbyggt klefann?? Hver tók
við Breiðavík eftir Kristjáni ??
>
> Kv. Víglundur
>

Víglundur Þór Víglundsson, 10.2.2009 kl. 09:06

8 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Það var Björn Loftsson sem tók við af Kristjáni.

Friðrik Þór Guðmundsson, 10.2.2009 kl. 15:57

9 identicon

Sæl öll. Ég hef lesið bókina en vil ekki tjá mig um innihald hennar þar sem ég er fyrrv. starfsmaður  á einu af ríkisheimilunum og Kristján var minn yfirmaður. Ég hef síðar stúderað mannréttindamál og hef sent stjórnarmönnum greinargerð mína þar að lútandi, vona að hún geri eitthvað gagn í umræðunni. Aðeins eitt um bókina : Ég tók eftir því að einungis einn vistmaður er nafngreindur (fullu nafni !!!!) og hans erfiðleikum lýst allvel. Allir sem til þekkja vita að maðurinn er mikið  fatlaður. Árið 2007 birtist reyndar viðtal við þennan mann í sjónvarpi, þar sem hann lýsti margra ára einangrun og úrræðaleysi yfirvalda. E.t.v. er hann orðin opinber persóna þarmeð, en mér finnst stór spurning hversu langt þagnarskylda opinberra starfsmanna nær um þetta. Er ekki nóg að stimpla viðkomandi ungling óalandi og óferjandi á sínum tíma, þó að ekki sé skrifuð bók um hann áratugum seinna og salti dreift í sárin.  Varpa þessu bara fram til umhugsunar.

Kveðja, Baldur Garðarsson fyrrv. uppeldisfulltrúi á Kópavogsbraut

Baldur Garðarsson (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 10:16

10 Smámynd: Anna

Sæll, ég sá þessa bók á sölu. En ég sé hvergi myndina til sölu og er ég búin að leita um allan bæ. Gætið þið bætt úr því gott fólk. Eða er vefslóð þar sem ég get keyft hana af netinu.

Anna , 12.2.2009 kl. 14:45

11 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

 Veit ekki hvernig er með markaðssetningu myndarinnar, en bendi þér á að senda email á Ara Alexander Ergis Magnussoní ergis@ergisfilmproduction.com. Hann er líka stjórnarmaður í samtökunum og leysir örugglega fljótt og vel úr málinu.

Friðrik Þór Guðmundsson, 12.2.2009 kl. 14:54

12 Smámynd: Anna

Ég þakka fyrir.

Anna , 18.2.2009 kl. 11:29

13 identicon

sá viðtal við nokkra af strákunum þegar sumum  fannst þetta rosa merkilegt.. en hver í fjandanum skrifaði bók?

og já, Víglundur Þór Víglundsson.. veit ekki hver tók við af honum sem forstöðumaður eða hvað það nú heitir en Jónas notaði þennan klefa oftast til að sandblása steinahausa sem hann slípaði til úr grænlensku grýti. hann bætti við viftum líka. eina ofarlega og aftarlega á kassanum og eina niðri alveg við hurðina.. það voru stangir þarna inni eins og herðar slár og ég hélt að þetta væri bara notað til að þurrka fisk/harðfisk :/

Guðlaugur Helgi (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband