Ekkert karp - mætum á félagsfund!

Um leið og við tökum undir með ASÍ, sem segir samkvæmt viðtengdri frétt að á meðan hrikti í grunnstoðum samfélagsins og fjölskyldum og fyrirtækjum blæðir, horfi þjóðin upp á karp og hráskinnaleik á Alþingi sem engu máli skipti og engu skili, þá minnir stjórn Breiðavíkursamtakanna á félagsfund næsta þriðjudagskvöld, þar sem við ræðum hagsmunamál félagsmanna (en þau skipta miklu máli).

Það eru að vísu uppi vonir um að nýja félagshyggjustjórnin taki betur á málefnum samtakanna en fráfarandi ríkisstjórn. Víst er að sumir hinna nýju ráðherra hafa ótvírætt orðað skilning sinn á því að bæta þurfi þeim upp skaðann almennilega, sem þurftu að ganga í gegnum það sem margir í samtökunum voru neyddir til.

Félagsmönnum ætti að vera kunnugt um það núorðið, en rétt að endurtaka það: Félagsfundir verða haldnir reglulega kl. 20:30 síðasta þriðjudagskvöld hvers mánaðar í samkomusalnum að Aflagranda 40. Að óbreyttu hið minnsta. Næsti félagsfundur verður því næsta þriðjudagskvöld 24. febrúar.

Ekki var sérlega góð mæting síðast og nauðsynlegt að bæta úr því. Líkast til verður reynt að gera aðra tilraun til myndunar skemmtinefndar, svo einnig megi leggja áherslu á léttari svið tilverunnar. Allir saman nú!

Áhugasömum er bent á að Breiðavíkursamtökin eru opin öllum áhugamönnum um vistunarmál hins opinbera í fortíð, nútíð og framtíð.


mbl.is Þingmenn sýna þjóðinni lítilsvirðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Skrambi góður fundur hjá okkur. Hápunkturinn var auðvitað heimsókn og erindi Kolbrúnar Halldórsdóttur umhverfisráðherra, sem ekki bara færði okkur sannfæringakraft heldur svaraði spurningum vel og upplýsandi og tók niður punkta frá okkur til að hafa veganesti inn í ríkisstjórn og Alþingi.

Nokkrir punktar að sinni:

Framundan er fundur stjórnar BRV með fulltrúum forsætisráðuneytisins. Dagsetning ekki komin en bara dagaspursmál.

BRV hefur tekið gegn sanngjarnri leigu skrifstofuaðstöðu á fjórðu hæð ReykjavíkurAkademínnar (í JL húsinu við Hringbraut). Frá 1. mars geta samtökin hist þar til skrafs og ráðagerða og haldið fundi. Nú vantar húsbúnað (skrifstofuborð, stóla og lítinn sófa), tölvu, síma, bókahillu og annað smálegt. Einhver með kontakta þarna úti?

Enn er lítið hreyfing á félagaskránni - fólk verður ekki sjálfkrafa félagar í BRV við það eitt að hafa verið á vistheimili í den. Það þarf að melda sig.  Hér til hliðar er símanúmer og netfang.

Fleira kannski seinna.

Friðrik Þór Guðmundsson, 24.2.2009 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband