Stórfjölgun tilkynninga um ofbeldi og/eða vanrækslu
13.6.2008 | 11:00
Á hverjum einasta degi, að jafnaði, berast barnaverndarnefndum landsins 23 tilkynningar um meintan óviðsættanlegan aðbúnað barns eða barna. Oftast um ofbeldi eða vanrækslu. Það samsvarar tilkynningu á klukkustundarfresti allan sólarhringinn eða einni tilkynningu á hverjum tuttugu mínútum yfir 8 stunda vinnudaginn. Þetta er ansi mikið og er um að ræða 15% fjölgun frá árinu á undan og var fjölgunin þá 22% frá árinu þar á undan.
Alls voru 357 börn í fóstri á árinu 2007 sem er um 15% fjölgun á síðustu fimm árum. Þetta kemur fram í ársskýrslu Barnaverndarstofu 2006-2007. Munar mestu um fjölgun tímabundinna fósturráðstafana.
En þrátt fyrir mikla fjölgun tilkynninga er ekki teljandi breyting á fjölda þeirra mála sem barnaverndarnefndir tóku til rannsóknar. Fjölgun tilkynninga þarf því ekki að endurspegla versnandi ástand og gerir það vonandi ekki. Vonandi er fyrst og fremst um að ræða aukna vitund um velferð og hagsmuni barna. Jafnframt verður að vonast til að barnaverndaryfirvöld gæti ávallt hófs í vistunarúrræðum sínum og hafi hikstalaust á hverjum tíma yfir vönduðum og faglegum mannskap að ráða.
Alls 357 börn í fóstri árið 2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.