Fundarboð á aukaaðalfund SVB.
25.8.2011 | 21:30
Stjórn samtaka vistheimilabarna boðar hér með til aukaaðalfundar þann 27. september kl. 19:30 í Reykjavíkur-Akademíunni JL húsinu Hringbraut 121.
Efni fundar: Stjórnarkjör og önnur mál.
Félagar eru hvattir til að mæta tímanlega.
ATH: Á aðalfundum og auka-aðalfundum hafa eingöngu þeir kosningarétt og kjörgengi sem formlega eru skráðir í samtökin, í framhaldi af inntökubeiðni. Skráning á facebook-síðu er ekki ígildi þess. Því er brýnt að áhugafólk um þátttöku í auka-aðalfundinum sé visst um að vera skráðir félagar. Félagatalið sem kjörskrá verður opið til 20. september kl. 19:30 en þá verður því lokað sem kjörskrá og eingöngu þau sem þá eru skráð í félagatalið hafa atkvæðis- og framboðsrétt á auka-aðalfundinum.
Inntökubeiðnir fram til 20. september: ernaagnars56@gmail.com
Stjórn Samtaka Vistheimilabarna
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.