Sanngirnisbæturnar í lög leiddar

Frumvarpið um sanngirnisbæturnar varð að lögum í nótt með atkvæðum allra þingmanna. Því má búast við því að fljótlega verði sýslumanni falið að "innkalla kröfur", það er að segja auglýsa að þeir sem telja sig eiga rétt til sanngirnisbóta geti gert til þess kröfu.

Einnig liggur fyrir að setja saman Úrskurðarnefnd fyrir þau tilvik þar sem kröfuhafar kjósa að samþykkja ekki sáttatilboð sýslumanns. Og svo liggur fyrir að skipa einstakling í hina tímabundnu stöðu "tengiliðs" sem vera skal væntanlegum kröfuhöfum til liðsinnis (en þess utan gera lögin ráð fyrir því að ríkið greiði allt að 10 klukkustunda lögfræðivinnu).

Breytingar urðu á frumvarpinu í meðförum allsherjarnefndar þingsins, en þær snúa aðallega að framkvæmd og málsmeðferð, en merkilegasta framlag nefndarinnar er þó að taka afdráttarlaust fram að tilvísun í frumskjalinu um "samtímaviðmið" er hafnað, þ.e. að við ákvörðun um bætur skyldi taka mið af þeim viðmiðunum, t.d. í uppeldismálum, sem ríkjandi voru áður fyrr.

Hér er hægt að hlusta á Valgerði Bjarnadóttur, framsögumann nefndarinnar, lýsa nefndaráliti og breytingum:

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20100518T222557&end=2010-05-18T22:48:19

Og hér má hlýða á Þór Saari tjá sig um málið fyrir löggildinguna í nótt:

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20100518T224116

 Og loks bætti Birgir Ármannsson nokkrum orðum við:

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20100518T224432


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband