Bótamálið snyrt og skýrt
18.5.2010 | 15:56
Frumvarp forsætisráðherra um sanngirnisbætur til handa þeim semurðu fyrir illri meðferð og/eða ofbeldi á vistheimilum ríkisins er nú komið úr Allsherjarnefnd þingsins og raunar sett í umræðu í dag eða í kvöld í þinginu.Allsherjarnefnd mælir eindregið og einróma með samþykkt frumvarpsins, en hefur sett fram nokkrar breytingatillögur, sem miða að því að gera framkvæmdina einfaldari og skjótari. Þá er einnig rétt að benda á að nefndin þrengir mjög ákveðinn texta í greinargerð frumvarpsins um samfélagsviðmiðanir, þ.e. þrengir möguleika ríkisins á að bera fyrir sig viðmiðanir sem fyrr giltu en gilda ekki lengur.
Þótt málið sé á dagskrá þingsins í dag (í kvöld) er ekki víst að það takist að koma því að , en þá frestast önnur umræða um málið framyfir sveitarstjórnarkosningar, en eftir sem áður er almenn samstaða um að gera frumvarpið að lögum fyrir þinglok.
Nefndarálitið fylgir hér sem viðhengi, en er einnig að finna á þessari slóð:
http://www.althingi.is/altext/138/s/1121.html
En frumvarpið sjálft er á þessari slóð
http://www.althingi.is/altext/138/s/0860.html
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Trúmál og siðferði, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ég samgleðst ykkur að hafa náð fram sáttargjörð við hið opinbera á Alþingi Íslendinga.
Benedikta E, 19.5.2010 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.