Sanngirnisbótafrumvarpið komið - rætt á morgun

Ríkisstjórnin lagði frumvarpið um sanngirnisbætur formlega fram á þingi í gær (23. mars) og samkæmt okkar heimildum stendur til að fara í fyrstu umræðu á morgun, 25. mars. Breiðavíkursamtökin hvetja alla félagsmenn og annað áhugafólk til að mæta á þingpalla og hlýða þar á umræðurnar.

Frumvarpið má lesa á þessari slóð: http://www.althingi.is/altext/138/s/0860.html

Þingpallar Alþingis taka ekki við nema liðlega 30 gestum, svo félagsmenn eru hvattir til að mæta tímanlega. Tímasetning umræðunnar liggur ekki fyrir ennþá, en reynt verður að uppfæra þessa færslu til að svara þeirri spurningu.

NÝTT:

Þingfundur hefst á morgun kl. 10:30 og er frumvarpið um sanngirnisbætur þriðja mál á dagskrá. Að líkindum hefst umræða um það mál um eða upp úr kl. 11. Hvetjum ykkur til að mæta á þingpallana (gengið inn um dyr sem snúa að Dómkirkjunni).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband