Hvað segir og gerir Jóhanna? Allir á fund! Lesið úr fróðlegri bók...

Kæru félagar í Breiðavíkursamtökunum - eftir að við öll höfum vandlega hlustað á hæstvirtan forsætisráðherra halda stefnuræðu í kvöld og væntanlega heyrt hana fara lofandi orðum um sanngirnisbætur og fleiri réttlætismál - verður upplagt að mæta á félagsfundinn annað kvöld.

Fyrirhugaður félagsfundur BRV er staðfest bókaður kl. 20 á morgun, þriðjudagskvöld, í fundarsalnum í sal ReykjavíkurAkademíunnar við Hringbraut (3. hæð JL-hússins). Raunar er ekki mikið að frétta af bótamálum eins og er, en reynt verður að hlera betur fyrir fundinn.
 
Á fundinn ætlar Ragnihldur Guðmundsdóttir að mæta og lesa úr bók sinni, en maður hennar og bróðir vistuðust á Breiðavík og Kumbaravogi, Rögnvaldur og Hjörleifur Helgasynir frá Austfjörðum. Bókina gaf hún sjálf út og hefur hún ekki farið hátt. Dæmi:
 

... "lögregluþjónn kom og sótti hann og í fylgd lögreglumannsins var honum ekið vestur í Breiðuvík og það í leigubíl. Í Breiðuvík dvaldist hann á mánuðum saman, aðeins lítið hrætt grey sem þurfti hlýju en hana var víst ekki að finna í Breiðuvík fremur en í heimahögunum"...

„Einhver hluti þeirra barna sem vistuð voru á þessu barnaheimili höfðu áður verið á Breiðuvík en verið send suður en svo voru einhverjir sendir aftur til Breiðuvíkur. Sum börnin áttu erfiðara en önnur, man sérstaklega eftir nokkrum mjög ódælum drengjum en þeir voru samt bestu skinn inn við bein, þetta var þeirra varnarháttur eftir mikla erfiðleika á fyrstu árum sínum í foreldrahúsum"...

... "Á heimilið kom stundum maður í heimsókn, frændi Kristjáns, hann var alltaf með sælgæti meðferðis og sumir drengjanna áttu oft sælgæti eftir heimsóknir hans, við vissum fljótt hvers vegna en þögðum þunnu hljóði, héldum að þetta væri bara eðlilegt...“.

 


mbl.is Stefnuræða flutt í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband