Áfram á sömu braut

Halda áfram á sömu braut - það var nokkurn veginn niðurstaða fjölmenns félagsfundar Breiðavíkursamtakanna sl. þriðjudagskvöld, þar sem ræddur var gangur mála í viðræðunum við forsætisráðuneytið um sanngirnisbætur. Ýmiss konar gagnrýni kom fram á síðasta útspil (bréf) forsætisráðuneytisins og tillögur um viðbrögð við bréfinu og að því mun stjórnin vinna.

Í téðu bréfi ráðuneytisins var einnig að finna uppástungu um "sáttlausn" sem skyldi vera fólgin í útgreiðslu á því fé sem fyrir liggur með sérstakri fjaraukalagasamþykkt, sem upprunalega nam 125 milljónum, en hefur áreiðanlega rýrnað, því inni í þeirri tölu var kostnaður vegna Vistheimilanefndar. Einn félagsmaður lagði fram tillögu um að fallist yrði á þá sáttalausn en tillagan var felld með öllum greiddum atkvæðum gegn einu.

Segja má að viðræðurnar um bótamálin hafi þokast áfram, en um þá þróun hefur áður verið fjallað hér á síðunni. Þá er vert að benda mönnum á umfjöllun í síðasta Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, sem er nokkuð greinargóð um stöðu og þróun þessara mála.

Að óbreyttu er reiknað með því að forsætisráðherra leggi fram bótafrumvarp á komandi haustþingi og verkefni samtakanna því að nýta tímann fram að því til að hafa áhrif á frumvarpssmíðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna

Guð gaf okkur þolinmæði. ( Haustþing)

Anna , 16.7.2009 kl. 20:04

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Já, eða pabbar og mömmur og lífsins öldugangur yfirleitt.

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.7.2009 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband