Samtökin almannaheill stofnuđ

Ţađ er ástćđa til ađ fagna stofnun samtakanna Almannaheill og óska ađstandendum til hamingju; Ađstandendafélagi aldrađra, Blindrafélaginu, Bandalagi íslenskra skáta, Geđhjálp, Gróđri fyrir fólk í landnámi Ingólfs, Heimili og skóla, Hjálparstofnun kirkjunnar, Krabbameinsfélagi Íslands, Kvenréttindafélagi Íslands, Landvernd, Neytendasamtökunum, Styrktarfélagi lamađra og fatlađra, Ungmennafélagi Íslands og Öryrkjabandalagi Íslands.

Ţađ var og er kominn tími til ađ fólk og félög sem starfa í ţágu almennings og góđs málstađar finni sér sameiginlegan flöt og leggi í "útrás". Aldrei ađ vita nema Breiđavíkursamtökin óski eftir inngöngu, enda berjast samtökin fyrir almannaheill, ţ.e. ađ hagsmunum barna og unglinga sem barnaverndaryfirvöld hafa afskipti af og grípa til vistunarúrrćđa vegna. Barnaverndaryfirvöld eru auđvitađ nauđsynleg í samfélaginu - en ţarfnast ađhalds. Ţví miđur sýnir reynslan ađ ekki allir sem ađ barnaverndarmálum koma stjórnast af góđmennsku og náungakćrleik. 


mbl.is Samtökin almannaheill stofnuđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Ég fagna ţessu mjög, og sé sérstaklega fyrir mér ađ félagiđ gćti bođiđ upp á húsnćđi til fundarhalda, námskeiđ um  samskipti viđ löggjafann,  málstofur um  samráđ hins opinbera viđ "hagsmunasamtök"  og margt fleira. 

Landssamtök hjólreiđamanna ţar sem ég er formađur, gćtu  haft áhuga ađ ađild.  Hjólreiđar sem samgöngumáta bćta heilsu (lengja lífiđ um 5-10 ár), umhverfi, fjárhag "allra",   borgarbraginn og sveitastemninguna,  minnka orkueyđslu og halla á viđskiptum viđ útlönd,  og ţannig mćtti lengi telja.

En hvar dregur mađur línuna ?  Hvađa samtök mundu klárlega ekki falla undir skilgreininguna sem samtök sem starfar  ađ almannaheill ?

Hvađ heita sambćrileg samtök erlendis og hvađ er ţeirra reynslu ?  

Flest samtök og jafnvel klúbba geta komiđ međ einhver rök um ađ ţeir gera eitthvađ gott í samfélaginu. Hver einasti saumaklúbbur, og jafnvel félag um til dćmis  vélsleđasporti,  húđflúr eđa útsaum.  Ég mundi kannski ekki vera sammála rökunum, en hvernig vćri hćgt ađ meina samtök um innkomu, nema starfsemin brjóti í bága viđ lög  eđa velsćmd  ?  

Morten Lange, 2.7.2008 kl. 01:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband