Félagsfundur SVB 16. nóvember

Á stjórnarfundi SVB þann 19. október sl. var ákveðið að boða til næsta félagsfundar þann 16. nóvember næstkomandi.

Ástæður breytts fundartíma félagsfundar eru þær að stutt er síðan stjórnarbreyting átti sér stað og stjórnin hefur haft mikið að gera vegna ýmisa mála sem snúa að stjórninni, t.d. skráningarferli vegna nafnabreytingarinnar,  ásamt því að til stendur að fara á næstu dögum í viðræður við Reykjavíkurborg um húsnæðismáli SVB - og vill stjórnin geta sagt frá þeim viðræðum og helst tilkynnt um nýtt húsnæði á næsta félagsfundi.


Einnig er stjórnin að vinna að málum sem tilkynnt verður um á fundinum 16. nóvember.  Félagsfundurinn verður nánar kynntur er nær dregur.

Stjórn SVB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband