Innköllun vegna Bjargs og Reykjahlíðar

Athygli er vakin á því að innköllun krafna um sanngirnisbætur vegna Bjargs og Reykjahlíðar hefur verið auglýst.  Texti auglýsingarinnar er eftirfarandi:

 

Í samræmi við ákvæði laga nr. 47/2010 um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007 og tóku gildi hinn 28. maí 2010, hefur sýslumanninum á Siglufirði verið falið að gefa út innköllun, fara yfir kröfur og gera þeim sem eiga rétt á bótum skrifleg sáttaboð. Skal sýslumaður eftir því sem kostur er fjalla samtímis um allar kröfur er lúta að sama heimilinu.

Á grundvelli þessa er nú kallað eftir kröfum frá þeim sem dvöldu á:

skólaheimilinu Bjargi og

vistheimilinu Reykjahlíð

Hér með er skorað á alla þá sem voru vistaðir á skólaheimilinu Bjargi einhvern tíma á árabilinu 1965-1967 eða á vistheimilinu Reykjahlíð einhvern tíma á árabilinu 1956-1972 og urðu þar fyrir illri meðferð eða ofbeldi sem olli varanlegum skaða, að lýsa kröfu um skaðabætur fyrir undirritaðri fyrir 20. september 2011. Kröfu má lýsa á eyðublaði sem er að finna á vefnum www.sanngirnisbætur.is og hjá tengiliði vegna vistheimila.

Allar kröfur skulu sendar sýslumanninum á Siglufirði, Gránugötu4-6, 580 Siglufirði.

Verði kröfu ekki lýst fyrir 20. september 2011 fellur hún niður.

Bent er á að unnt er að leita aðstoðar tengiliðar vegna vistheimila við framsetningu og skil á bótakröfu. Aðstoð tengiliðar er að kostnaðarlausu.

Skrifstofa tengiliðar er að Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík.

Sími tengiliðar er 545 9045.

Siglufirði 3. júní 2011

Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband