Sanngirnisbætur

Ég vil byrja á því að biðjast afsökunar á því að ekki reyndist unnt, eins og að var stefnt, að senda út í dag sáttaboð vegna sanngirnisbóta til þeirra vistmanna sem dvöldu á Breiðavík. Ástæður þessa dráttar eru þær að skv. lögum er sýslumanni gert að gera sáttaboðin í samráði við ráðherra. Vegna þessa var áætlaður fundur á mánudag eða þriðjudag, en óhjákvæmilegt reyndist að fresta fundinum og verður hann ekki haldinn fyrr en á morgun, fimmtudag. Búð er að fara yfir allar umsóknir. Sáttaboðin vegna þeirra vistmanna sem eru á lífi og fóru í viðtal hjá vistheimilanefnd eru tilbúin hjá okkur, en afla þarf frekari gagna vegna þeirra sem látnir eru og fóru ekki í viðtal. Alls eru tilbúin um 80 sáttaboð, ásamt drögum að leiðbeiningum, sem vonandi verða send til viðkomandi vistmanna föstudaginn 11. mars nk. ef allt gengur vel á fundi með ráðherra. Auk þess að kynna ráðherra sáttaboðin og útreikning þeirra, munum við leggja á það áherslu að gengið verði frá tilnefningu í úrskurðarnefnd um sanngirnisbætur nú þegar, svo unnt verði að leiðbeina þeim sem hafna sáttaboði sýslumanns um næstu skref. Þá hefur sýslumaður lagt til ákveðnar breytingar á lögum um sanngirnisbætur, sem við hér við embættið teljum að verði vistmönnum til góða. Einkum er um að ræða tvö atriði: 1. Við leggjum til að allar bætur verði greiddar út í einu lagi, en greiðslum ekki skipt eins og lögin gera nú ráð fyrir.2. Við leggjum til að sanþykki sáttaboðs feli ekki í sér afsal allra frekari bóta til viðkomandi vistmanns.Ásdís Ármannsdóttirsýslumaður á Siglufirði

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þá verið að reyna að útiloka þá sem komust ekki í viðtal

i skulason (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 15:30

2 identicon

"Afla þarf frekari gagna vegna þeirra sem látnir eru og fóru ekki í viðtal".

Friðrik Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband