Aðalfundi seinkað um rúma klukkustund

Félagsmenn Breiðavíkursamtakanna eru minntir á aðalfund samtakanna sem fram fer þriðjudagskvöldið 25. janúar næstkomandi. Sú breyting hefur hins vegar verið ákveðin að færa fundartímann svolítið aftar um kvöldið eða til kl. 20:45 (en ekki 19:30) vegna þess að fundartíminn gamli rakst á við mikilvægan lansleik í handbolta sem fáir vilja missa af.

Fundurinn hefst því kl. 20:45 þriðjudagskvöldið 25. janúar og fer fram í fundarsal ReykjavíkurAkademíunnar við Hringbraut (JL-húsinu).Sem sagt; horfa á leikinn og drífa sig svo á fundinn, sem hefst ekki seinna en kl. 21.

Einnig er sem fyrr minnt á áskorun síðasta félagsfundar: "skorað er á fyrrum vistmenn annarra heimila (eða aðstandendur þeirra) en Breiðavíkur (1954-1972, drengjaheimili) að taka við keflinu sem allra mest". Þegar liggja fyrir nöfn 4 áhugasamra einstaklinga og vantar til viðbótar minnst 3 sem eru til í að setjast í aðal- eða varastjórn. Það þarf 5 í stjórn og 2 í varastjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband