Tengiliður byrjaður - innköllun í vikulok

Á góðum félags- og kynningarfundi Breiðavíkursamtakanna í gærkvöldi (þriðjudag) var tengiliður vistheimila, Guðrún Ögmundsdóttir, gestur fundarins og nýttu um 30 fundarmenn tækifærið vel til að fá hjá henni upplýsingar um framgang sanngirnisbótamálanna.

Enn er verið að útbúa aðstöðu fyrir tengiliðinn, en skrifstofa Guðrúnar verður í Tollhúsinu við Tryggvagötu (gengið inn Kolaportsmegin heyrðist skrifara) og símanúmerið 545-9045. Sérstök vefsíða er í smíðum og sérstakt netfang rétt að fæðast. 

Mjög margar spurningar voru uppi, ábendingar, tillögur og athugasemdir, sem of langt mál væri að týna til hér, en sem fullvíst má telja að gagnist tengiliðnum í startholunum. Guðrún lagði enda mikla áherslu á að hún væri "talsmaður ykkar og ykkar kröfugerðar" og einskis annars og var gerður góður rómur að hennar málflutningi á fundinum. Hjá henni kom fram að þrátt fyrir að starfsemin væri vart hafin væri hún búin að bóka 17 eða 18 viðtöl í næstu viku.

Þá kom fram hjá henni að ráðgert sé að fyrsta innköllun bótakrafna verði birt í dagblöðum fyrir eða um næstu helgi. Byrjað verður á Breiðavík, þ.e. fyrstu skýrslu, og svo koll af kolli. Tengiliður veitir allar nánari upplýsingar.

ATH - FYLGIST VEL MEÐ VEFSÍÐU SÝSLUMANNSINS Á  SIGLUFIRÐI:

http://www.syslumenn.is/serstok-verkefni/onnur-verkefni/sanngirnisbaetur/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Unnarson

Ég verð nú að segja þetta með forstöðumann Breiðavikur  no 6 í skýrslunni  hér fyrir ofan,(sérstök verkefni) um tímabil Þórhalls,flestir starfsfólkið  segir að ekkert hafi skeð þarna,að hann væri bara með strangar reglur,ég var þarna með Þórhalli í 2 1/2 ár,það vissu allir hvað gékk á ,á hverjum degi var einhver lamin eða skammaður út af nánast engu,Ég óska ykkur öllum alls hins besta og vona að sárin fari að gróa ,þó ekki nema aðeins,kveðja  óli litli

Ólafur Unnarson, 22.10.2010 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband