Rýnt ofan í kröfugerðina
8.9.2010 | 09:57
Sælir félagar. Stjórn Breiðavíkursamtakanna hefur ákveðið að halda félagsfund þriðjudagskvöldið 14. september kl. 20 (eftir 6 daga) í fundarsalnum hjá ReykjavíkurAkademíunni við Hringbraut (JL-húsinu fyrir ofan Nóatún).
Á dagskrá: Framfylgd sanngirnisbótamálsins og önnur mál.
Vonandi verður þá ljóst hver hafi verið ráðinn starfsmaurinn "Tengiliður vistheimila", ljóst hverjar reglur sýslumanns verða, hvenær auglýst verður eftir kröfum og þar með hvenær kröfulýsingarfrestur byrjar að tikka hjá þeim sem fyrsta skýrsla Spanó-nefndarinnar nær til.
Farið verður yfir öll þessi mál og reynt að svara spurningum sem uppi kunna að vera.
Við sjáumst þá öll hress og baráttuglöð 14. september.
Stjórnin
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Trúmál og siðferði, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.