Skýrslu um Silungapoll, Reykjahlíð og Jaðar frestað
2.7.2010 | 12:50
Vistheimilanefnd hefur frestað um tvo mánuði útgáfu skýrslu um starfsemi Silungapolls, Reykjahlíðar og heimavistarskólans Jaðars. Til stóð að ljúka við skýrsluna og kynna efni hennar nú um mánaðamótin. Róbert R. Spanó formaður nefndarinnar segir að könnun nefndarinnar undanfarin misseri hafi hins vegar verið afar umfangsmikil.
Þegar hafi verið rætt við um 200 manns, fyrrverandi vistmenn, nemendur og fleiri. Gagnaöflun nefndarinnar hafi verið tímafrek og hafi henni borist mörg skjöl. Um 1.500 börn og unglingar dvöldu á þessum stofnunum og voru þær starfræktar um árabil. Stefnt er að því að birta skýrsluna 31. ágúst.
frettir@ruv.is
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Trúmál og siðferði, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.