Leitað að vistbörnum á Silungapolli

Kona, sem vistuð var á Silungapolli um 1945, vill gjarnan komast í samband við fyrrum vistbörn sem voru þar á sama tíma. Upplýsinga má leita í netfanginu elinhirst@gmail.com.

Miðað við sögu vistehimilanna er ljóst að leitað er eftir vistbörnum í fyrstu hópunum sem sendir voru á Silungapoll. Silungapollur var starfræktur frá 1945 til 1971. Þar var rými fyrir 30 einstaklinga í heilsársvistun auk 80 til viðbótar á sumrin. Meginhlutverk Silungapolls var að annast börn í skamman tíma vegna erfiðra heimilisaðstæðna. Dvalartími var mjög breytilegur. Frá nokkrum dögum til nokkurra mánaða og jafnvel nokkurra ára í sumum tilfellum. Flest börn sem voru í heilsársvistun voru ekki á skólaskyldualdri. Þ.e.a.s. ekki orðin 7 ára þó á þvi hafi vissulega verið undantekningar. Silungapollur er í nágrenni Reykjavíkur rétt austan við Rauðhóla og lét Reykjavíkurborg rífa húsakostinn fyrir nokkrum árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband