Færsluflokkur: Matur og drykkur
Aðventukvöld Samtaka vistheimilabarna
7.12.2011 | 01:15
Næsti fundur SVB. verður á léttu nótunum. Fjölbreytt skemmtiatriði verða og má þar nefna: Upplestur, tónlist, sjónhverfingar og risabingó. Ákveðið hefur verið að stilla aðgangseyri í hóf og hafa frítt inn.
Um er að ræða "Aðventukvöld" þann 14. desember í félagsmiðstöðinni Aflagranda 40, kl. 19:30 til 22:30.
Kynnir verður Friðrik Þór Guðmundsson. Hugvekju flytur séra Bjarni Karlsson sóknarprestur og velunnari SVB frá upphafi og hann minnist látinna félagsmanna.
Víglundur Þór Víglundsson formaður hefur umsjón með tónlistaratriði; einsöng og fjöldasöng. Guðný Sigurgeirsdóttir flytur ljóð í anda jólanna.
Heiðursviðurkenningar verða veittar, kaffiveitingar verða í umsjón Kaffinefndar SVB og haldið verður Bingo með veglegum vinningum, undir styrki stjórn Einars G. D. Gunnlaugssonar og Elsu G. Björnsdóttur varaformanns. Spilaðar verða nokkrar umferðir eftir því sem tíminn leyfir.
Reynt verður að ná SKYPE sambandi við þá félaga sem búa erlendis og úti á landi og leyfa þeim þannig að njóta dýrðanna með okkur.
Facebook-fólk er hvatt til að kíkja á FB-síðu um viðburðinn og skrá sig þar til þátttöku (en það er þó ekki skilyrði fyrir þátttöku!).
Aðalfundur BRV
13.4.2010 | 02:07
Aðalfundur Breiðavíkursamtakanna fer fram þriðudagskvöldið 27. apríl næstkomandi, kl. 20 í fundarsalnum JL-húsinu við Hringbraut - hér ítrekað en áður komið fram.
1. venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál.
Allir félagar hvattir til að mæta. Bara endilega hreint "smala" inn nýjum félögum.
Stjórnin.
Það vantar sjálfboðaliða - það vantar félaga á skrá!
8.12.2008 | 14:53
Þrátt fyrir nokkra viðleitni hafa enn ekki skilað sér framboð eða uppástungur um fólk til að manna skemmtinefnd samtakanna. Á síðasta félagsfundi var samþykkt að setja á laggirnar þriggja manna skemmtinefnd til að sinna "léttari" verkefnum samtakanna, eins og að koma saman að spila eða bara drekka kaffi og borða kökur undir spjalli, þar sem alvarlegri málefni samtakanna eru ekki endilega í forgrunni. Ástæða er til að árétta ósk um sjálfboðaliða í nefnd þessa - koma svo!
Einnig er ástæða til að ýta á eftir ósk ritara stjórnar samtakanna um átak meðal núverandi félaga um að koma áhugasömu fólki inn í samtökin. Enn hafa "aðeins" 49 einstaklingar skráð sig, en mjög líklegt er að fjölmargir bæði Breiðavíkur"drengir" og fyrrum vistbörn af öðrum heimilum telji sig sjálfkrafa vera félaga í samtökunum. Eðli málsins samkvæmt er EKKI hægt að skrá fólk inn í samtökin að því óforspurðu. Vegna þess að sumt fólk kann að vera á móti því að tilehyra svona samtökum. Þess vegna verður félagsaðild að vera byggð á frjálsri innskráningu. Þá er rét að árétta að Breiðavíkursamtökin eru opin regnhlífarsamtök um málefni vistbarna allra visteimila hins opinbera og inn í samtökin velkomin bæði fyrrum vistbörn OG áhugafólk/stuðningsfólk sem vill leggja málefninu lið.
Sendið ábendingar/óskir varðandi skemmtinefnd eða félagsaðild á netfangið:
lillokristin@simnet.is eða hringið í 864 6365. Friðrik Þór.