Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Rífandi stemning á félagsfundi BRV
28.11.2008 | 14:06
Það var vel mætt á fjörugan félagsfund hjá Breiðavíkursamtökunum í gærkvöldi, þar sem staða og horfur í málefnum samtakanna voru rædd í þaula. Nánari frásögn upp úr fundargerð kemur síðar og vonandi um helgina, en óhætt er að segja að andi fundarins hafi lotið að efldu félagsstarfi og nýrri sókn í hagsmunamálum, ekki síst bótamálunum, sem undanfarið hafa setið á hakanum vegna hrunsins á fjármálakerfi landsins.
Á fundinum var samþykkt tillaga þess efnis að kjósa þriggja manna "skemmtinefnd" og efla þannig innbyrðis samstöðu og um leið fjalla um fleira en það sem grafalvarlegt er. Bótamálin hafa verið nokkuð fyrirferðarmikil undanfarið, en langur vegur frá að það sé eina og jafnvel ekki aðalmálið hjá félagsmönnum. Áríðandi sé að huga vel að þeim málum en jafn mikilvægt að félagsmenn komi saman á léttari nótunum til að hífa upp andann og styrkja hver annan.
Nánar um fundinn sem fyrst!