Mistök gerast með ýmsum hætti og misalvarlegum afleiðingum

Nú virðast þingmenn allra stjórnmálaflokka sammála um að þeir hafi gert mistök við samningu og samþykkt eftirlaunalaganna svo kölluðu. Öllum verða á mistök og sem betur fer ekki alltaf sem mistök hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Eitt er að gera mistök sem fyrst og fremst fóðra vasa ráðamanna og þau mistök eru einna verst fyrir skattgreiðendur, sem gjarnan vildu sjá þennan pening renna til verðugri málefna.

Í gegnum árin hafa ráðamenn og barnaverndaryfirvöld því miður gert mörg mjög alvarleg mistök og vonandi oftast sökum vanþekkingar frekar en út af hugsunarleysi og heimsku, ef ekki illvilja. Uppsetning vistheimilisins Breiðavíkur á sjötta áratug síðustu aldar er dæmi um grafalvarleg mistök. Ákvörðun var tekin út frá óskhyggju og kjördæmapoti, en undirbúningurinn og útfærslan var mjög áfátt. Svo virðist einnig eiga við um fleiri vistunarúrræði barnaverndaryfirvalda fyrr á árum og enn í dag kann pottur víða að vera brotinn.

Breiðavíkursamtökin vilja að öll verk barnaverndaryfirvalda í gegnum árin verði krufin til mergjar og af þeim lært. Það er óásættanlegt með öllu að börn og unglingar verði beint eða óbeint að fórnarlömbum barnaverndaryfirvalda eða starfsmanna á þeirra vegum. Tökum þessu alvarlega. 


mbl.is Mistök gerð við setningu eftirlaunalaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband