Úrskurðarnefndin mönnuð

Til þeirra sem hafna sáttatilboði sýslumanns: Úrskurðarnefnd hefur verið skipuð og fregn um það á leiðinni hjá innanríkisráðuneytinu. Í nefndinni eru: Þorbjörg Inga Jónsdóttir, hrl., formaður, skipuð án tilnefningar, Andrés Magnússon, læknir, skipaður án tilnefningar og Vigdís Erlendsdóttir, sálfræðingur, án tilnefningar.

Þorbjörg hefur verið formaður Kvenréttindafélagsins og fulltrúi feminista í jafnréttisráði og fulltrúi í Félagsmálanefnd Mosfellsbæjar (fjölskyldunefnd). Andrés er geðlæknir, stjórnlagaþingsframbjóðandi og að eigin sögn baráttumaður fyrir réttlæti og gegn áfengisbölinu, Vigdís var um árabil forstöðumaður Barnahúss og var líka stjórnlagaþingsframbjóðandi.

Úr lögunum um sanngirnisbætur: "7. gr. Úrskurðarnefnd um sanngirnisbætur.
Ráðherra skipar, án tilnefningar, nefnd þriggja manna og þriggja til vara til þess að taka afstöðu til krafna um sanngirnisbætur samkvæmt lögum þessum ljúki málum ekki á grundvelli 6. gr. Nefndarmenn og varamenn þeirra skulu skipaðir til allt að þriggja ára í senn. Einn nefndarmaður skal fullnægja skilyrðum til að vera hæstaréttardómari, en hann skal jafnframt vera formaður nefndarinnar. Einn skal vera læknir og einn sálfræðingur. Um sérstök hæfisskilyrði gilda reglur stjórnsýslulaga. Varamenn skulu fullnægja sömu hæfisskilyrðum og aðalmenn.
Kostnaður við störf úrskurðarnefndarinnar greiðist úr ríkissjóði, sbr. þó 13. gr. Nefndinni er heimilt að ráða sér starfslið í samráði við ráðherra
".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband