Félagsfundur - verða fósturheimilin rannsökuð?

Félagsfundur var haldinn í Samtökum vistheimilabarna (SVB) þriðjudagskvöldið 29. mars. Sérstakt umræðuefni fundarins var framkvæmd sanngirnisbótalaganna og í því sambandi svör sem Erna formaður og Millý varaformaður hafa fengið á fundum með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra og Guðrúnu Ögmundsdóttur tengilið vistheimila.

Miklar og fjörugar umræður sköpuðust um þróun þessara mála og ljóst að mikil óánægja er með ýmislegt, ekki síst upphæðir sáttatilboða sýslumanns, tafir á framkvæmdinni og treg svör við ósk/áskorun um eingreiðslu í stað skiptra greiðslna. Fram kom að til skoðunar sé að greiða þær bætur sem samþykktar verða í einu lagi, að bréf með sáttatilboði til "restarinnar" af Breiðavíkurhópnum sé loks farið af stað, að von sé á (fjórðu) skýrslu Spanó-nefndar um U-heimilin (Upptökuheimili, Unglingaheimili) í sumar, að tengiliður leiðbeinir varðandi menntunarmöguleika en ríkið tekur þann kostnað ekki á sig og fleira.

Þór Saari þingmaður, stjórnarmaður í samtökunum, greindi frá því að hann myndi beita sér af alefli á vettvangi Alþingis og með viðræðum við einstaka ráðamenn fyrir umbótum og að líkindum taka málið upp á Alþingi.

Þá komu og til umræðu vistunarúrræði fyrri tíðar þar sem ríkið var ekki beinn aðili að og þá ekki til rannsóknar að óbreyttu, svo sem bein vistun barnaverndarnefnda á börnum á fósturheimili, einkum til sveita. Þau mál hafa ekki verið rannsökuð, en nefna má að Svíar fóru þá leið að rannsaka alla ráðstöfun barna utan heimilis fyrri ára og í áfangaskýrslu þeirrar rannsóknar kemur fram að meðferð barna á fósturheimilum var ef eitthvað er verri en á stofnunum eins og þeim sem Spanó-nefndin hefur rannsakað hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er farið af stað til erfingja, látinna vistmanna?

anna (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 12:53

2 Smámynd: SVB

Vísað er til þess sem sagt er í færslunni: "bréf með sáttatilboði til "restarinnar" af Breiðavíkurhópnum sé loks farið af stað". Svo var formanni og varaformanni a.m.k. sagt.

SVB, 30.3.2011 kl. 13:28

3 Smámynd: Anna

Aetti ad rannsaka oll vistheimili.

Anna , 13.4.2011 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband